Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1931, Síða 21

Sameiningin - 01.09.1931, Síða 21
275 ins, en þaÖ dæmi þykir henni næsta merkilegt, engu sícSra en nokkrar nýungar til félagsbóta, sem hún nefnir, og frægar eru. Hér eftir er ritgerÖ frúarinnar þýdd, og byrjar meÖ ávarpinu, sem birt var á páskadagsmorgun meS nýnefndum hætti: “Gaman er aÖ Charleston dansi, að vikivökum og samdrykkj- um fram undir morgun, þeysireiðum og saxagöll; lífinu stafar ný hvöt af mílu-á-mínútu þeysingi; slíkt og þvilikt kippir þér upp yfir vastur og vinnuleiða veraldar inn i álfheima hláturs og hljóma. Sá álfheimur kann að haldast skamt, með glysi og gyllingum úr hófi, er þó meðan er. Þú átt heimikl til glaðværða, dag og nótt er ævin ein dillandi hviðan (thrill) eftir aðra.—“Hvað er nýjast?” spyrðu.—“Hvaða kvæði eða kvæða lag—hvaða dans—hvaða þytur snúðugastur strengja og lúðra?” Altaf leitarðu, altaf kannarðu, altaf von- arðu einhvers—keppist eftir einhverju. Hvað er þetta, sem þú ert altaf að hafa þig eftir? Getur það verið að það sé Guð? Mætti svo vera, að unaður þessara holds-nautna sé aðeins af- keimur eða skuggi af andlegum unaði, er ná má og njóta má, þó aldrei hafi kannaður verið til fulls? Þú segist elta stóra sollinn (big time stuff) en hví kemur þú þá ekki í aðal tjaldið? Satt er betra en logið, óbrigðult dæmi æskilegra en eftir- herma, þó af glysi gljái. Binu kristna lífi fylgja yndi mörg og löng, þau er haldast alt til grafar og lengur. Kristur er æskunnar dæmi. Hann lifði ákaft við strítt og títt. Hann dó ungur. Kann vera, að hann ráði í, hvað þið hafið við að fást. Sjáið sann við hann í leikunum. Hann mun ekki spilla gleSi. Hann eykur við lífsins glaðværð. Hann byggir.” Þannig hljóðaði auglýsingin. Hinn gamla boðskap, tvö þús- und ára gamlan, má trautt orða betur. Torvelt er að gera sér nokkuð í hug, er gæti náð til æskunnar, sem er bráðhuga, van- hyggin og ólm í þessa heims fríðindi, ef þetta opna bréf fer fram hjá henni. Vera má, að kveðjan hafi ekki náð til alls unga fólksins. Ef nokkur kveðja næði nokkurntíma til allra, þá myndu mein verald- arinnar fyrir löngu horfin. En til nokkurra pilta náði kveðjan þó og stúlkna líka, þenn- an páskadag; þau munu lifa 1940 og 1950 og 1980, löngu eftir að fyrnefndir kaupmangarar eru komnir undir græna torfu, lifa batnandi lífi og eiga sælu sína aS þakka þessu páskadags ávarpi. Á þessum dögum er margur sori á sveimi, og háski, öllum

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.