Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 31
285 Eg vildi líka að Úrsúla Kotta væri ein af þeim, sem kall- ast heilagir. Hún er gift náfrænda pabba; við köllum hana alt- af frænku, því nær öll börnin gera það — hún er svo góð við börn og þykir vænt um þau. Hún er ekki fátæk eins og við, og þó hefir frændi Konráð Ivotta aldrei fundið neitt upp, eða komist nokkuð nærri því að finna nokkuð upp. Það er mynd af Elisabetu helgu frá Þuringia í kirkjunni okkar. Hún var frú greifans okkar, er látin fyrir nokkru. Myndin minnir mig altaf á Úrsúlu frænku. Elisabet helga stendur á mynainni rétt hjá dyrunum á fögr- um kastala, svipuðum kastalanum í Wartburg. Það krýpur um- hverfis margt fólk, fátækt, sjúkt og blint; fátæklegar mæður, með svöng börn-------alt snýr fólkið sér að Elisabetu og réttir fram hendurnar. Hún horfir til þess með hjartfólginni meðaumkun og svipar mjög til Úrsúlu frænku, nema að því leyti, að Elisabet er mjög mögur, fölleit og sýnist næstum eins svöng og beininga- fólk þaö, sem skipar sér umhverfis hana. Úrsúla frænka er holdug og frið á svip; augnaráðið líkist mjög svip Elisabetar — innilegt og hreint; einlægt og fult af meðaumkun. Holdafar og litbrigði andlits Elisabetar bendir til helgunar hennar, sem kemur af föstum og meinlætingum og næturlöngum bænagerðum,—alt þetta sýnir niuninn á henni og Úrsúlu frænku, sem er gift ríkum borgara; hún borðar og sefur eins og annað fólk, en er mjög góð við alla eins og Elisabet. Það annað, sem sézt á þessari mynd, á samt ekki við Úrsúlu frænku: Elisabet er með svuntu, en ekki hefir hún brauð í svunt- unni, heldur knippi af rósum. Mamma hefir sagt okkur, hvað þessar yndislegu rósir eigi að þýða. Greifinn, maSur Ehsabetar, var ekki vel ásáttur með, að hún væri að gefa mikið fátækum; hún var svo gjafmild, að það mundi líklegast að hún hefði tæmt fjárhirzluna, hefði hún mátt fara sínu fram, en það sem hún gaf, var án vitundar manns henn- ar. Eitt sinn, er hún var að útbýta brauði meðal beiningamanna við kastalahliðið, bar mann hennar þar að óvænt; sá hann hvað hún hafðist aS og spurði hana með nokkrum þjósti, hvað hún hefði í svuntunni. Hún sagðist hafa rósir; krafðist hann þá að fá að sjá rósirnar. — En Guð elskaði Elisabetu fyrir góðsemi hennar, og til þess að firra hana vandræðum, lét hann gerast kraftaverk; þegar hún sýndi í svuntuna, voru þar rósir, en eng- in brauð sjáanleg. Þetta er það, sem myndin á að tákna. Mig hefir alt af langað til að vita, hvernig sagan endaöi. Mig hefði langað til að vona, að Guð hefði gert annað krafta-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.