Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 20

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 20
274 líður sem hækkandi stjarna upp himinhvelfing mannlífsins og gerist leiðarljós kristinnar kirkju urn heim allan. Kagawa hefir tekið fagnaðarerindið gamla um krossinn í hönd sér og heimtar, að það sé notað til þess að útrýma með því grimd og guðleysi samtíðarinnar. Svo langt sem þekking vor nær, þá hefir Kag- awa orðið fyrstur heimsfrægra prédikara til þess að viðurkenna jafnaðarstefnuna (socialism) og gerast ákveðinn talsmaður hennar. Hann verður áreiðanlega fyrstur þeirra kennimanna, sem áheyrn fá um allan heim, til þess að áræða að halda því fram, að Golgata sé í dag að finna í skuggahverfum borganna, í her- búðum verkafólksins, á búgörðum öreiga bænda. Fyrir því hlýðir nú Japan á kenningu hans; og fyrir þvi hlýSa nú þúsundir utan landamæra Japans á hann. En ráðlegt er það svaramönn- um kirkjunnar, sem nú sækjast æðislega eftir viðkynningu við hann, sökum þess mikla fylgis sem hann hefir og dagvaxandi fer, að gera sér þess ljósa grein, hvers hugar hún er, þessi nýja sigurhetja, áður en þeir ganga á mála hjá Kagawa. Kirkjan hefir ímyndað sér það all-lengi, að hún þrái nýja vakning trúarinnar,—eitthvað ]mð sem hristi þessa nútíðar veröld svo ógurlega, að hún verði fegin að skríða út úr því hýði andvaraleysis, sem hún nú sefur í, svo sem Wesley og White- field skóku England á átjándu öld. Til þess að því yrði fram- gengt hefir kirkjan reynt að koma sér upp betur mentaðri presta- stétt, bæta efnahag safnaðanna, umbæta vinnuvélar kirkjufélag- anna. Þörf var alls þessa, og alt hefir það lagt sinn skerf til að bæta hag kirkjunnar. En “vakningin” er ókomin enn. Og hún kemur ekki fyr en kirkjurnar snúa sér að staðreynd þeirri, sem gefur kraft kenningu Kagawa—]æirri staðreynd, að þessi veröld er troðfull af aumstöddum mönnum og að boðskapur krossins er það, að fórna lífi sjálfs sin þeirn til hjálpar. —B. B. J. Gamaldagskveðja til unga fólksins (Þýðingin eftir hr. Kristján Sigurðsson) Kona heitir Ivathleen Norris, vel þekt af mörgum skáldsög- um, er samið hefir nýlega ritgerð um far vorrar aldar, sem nú blasir rnest við, og þann vanda er kvenfólki og ungu fólki og heimilunum stafar af lausung og gálausu eftirlæti. Ein af þeim ritgerðum er hér þýdd; hefst á því að segja frá, að verzlunarfólk í einni borg Bandaríkjanna (Kansas City) tók sig saman um að kaupa hálfa opnu í stórblaði nokkru undir ávarp til unga fólks-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.