Sameiningin - 01.09.1931, Síða 14
208
ar höndum saman og segja: “Svo sannarlega sem vér játum trú
á Jesúm Krist, þá göngum vér nú aÖ þessu verki í nafni hans, að
bjarga manninum, leysa þessi margreirðu bönd ranglætis og ójafn-
aðar af mannfélaginu, safna liði og fara að ræningjum holds-
hyggjunnar, ágirndarinnar og guðleysisins og leggja þá að velli.”
Guði sé lof fyrir leikmanna-flokkinn prúða út urn landið og
löndin, sem gagntekinn af anda Krists, með krossinn frelsarans
fyrir augurn, hefir djörfung til þess að hristá af sér dofinskap og
fornar venjur og flýtir sér út á veginn til þess að hjálpa til að
bera særSa manninn til húsa.
Þá er ekki eftir nerna Samverjinn, en hann er lika aðal-maður-
inn í þessum mikla sjónleik. Samverjar nefndust ibúarnir í mið-
fylki Gyðingalands, Samaríu. Júdea-fylki var fyrir sunnan,
Galilea fyrir norðan. Samverjarnir voru einskonar Færeyingar.
Þeir höfðu blandað blócSi við útlenda menn á tímum herleiðing-
anna og töluðu bjagað mál. Þjóðardrambið gyðinglega leyfði
engin mök við þá. Þeir voru afkvíaöir og fyrirlitnir og fóru
því á mis við menning og framfarir annara íbúa landsins. Þeir
þóttu og blendnir í trúnni. Þegar Jesús fór urn landið sneiddi
hann sízt hjá bygðum Samverjanna, og það er að sjá, að Sam-
verjar hafi orðið komu Jesú fegnir. Alkunnur er sá söguþáttur,
þá Jesús kom í samverska þorpið Síkar, hitti þar fyrst konu út
við Jakobs-brunn og fræddi hana um margt, svo fáfróð sem hún
var, kom svo inn í þorpið og talaði við alþýðuna um Guð og
andlegt líf á svo hjartnæman hátt, aö fólkið sárbændi hann að
fara ekki frá sér, og er hann lét það eftir því, breytti ferðaáætlun,
og dvaldi hjá því nokkra daga, þá varð það til þess, að þorps-
búar allir trúðu á hann, þegar hann fór. Úr hópi þessa óbreytta
alþýðufólks velur hann í dæmisögunni táknmynd þess heilaga
hjálpræðis-anda, sem líknarverkið vann. Samverjinn gekk ekki
fram hjá. Hann tók dauðvona manninn á arma sína, setti hann
á bak hestinum sínum, hélt utan um hann, svo hann dytti ekki af
baki, kom honum með mikilli fyrirhöfn til gistihúss, og eftir að
hafa bundið sem bezt hann kunni um sárin hans, gaf hann gest-
gjafanum báða peningana sína og bað hann að ala önn fvrir
honum.
Eg veit ekki hvað langt Jesús ætlast til líkingu þessari sé
haldið, en víst er um það, að Jesús setti alt traust sitt til alj^ýð-
unnar. H'ann hafði litla trú á prestum og kirkjuhöfðingjum sam-
tíðar sinnar. Hann kaus sér fylgdarmenn úr hópi alþýðunnar.
Hann treysti því, að um síðir kæmist Guðs ríki að hjá alþýðunni.
Og að því, er snertir hið særða og dauðvona mannfélag, sem nú
liggur sinni sínu og góssi rúið við alfaraveg samtíðarinnar, þá á