Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 13
267 sem hafa djörfung til aÖ tala, og tala hátt, þótt aðrir þegi, um spilling og ranglæti samtíðarinnar; boÖa öllum rænigjum dauða og dónt, en tala hug og kjark í ntenn til að þola þrautirnar og til aö hefjast handa í nafni GuÖs og réttlætisins til þess að endur- bæta mannlífið. Það eru menn, sem ekkert hræðast annað en það, að vera lítilmenni og svíkja köllun sína. Það eru þá líka engar raddir, sem á yfirstandandi tíð vekja meiri athygli en raddir nokkurra hinna spámannlegu presta, sent víðsvegar um land og í hverri viku tala svo hátt, að öll þjóðin hlustar; og þeir hryngja í Jesú nafni til nýrra og helgari tíða hér í mannheimi. Þá er kirkjan sæl, ef spámönnum hennar fjölgar og þeir eflast æ meir að eldmóði og prestar hennar verða fremstir í flokki, er barist verður fyrir frelsi og lífi mannsins, sem fallinn er í hendur ræn- ingjunum. Guð gefi öllum prestum náð til þess aö hjálpa til þess að Ijera særða manninn heim í gistihúsið og græða hann; þeirn prestum einum ber fólkinu að fylgja og elska þá og virða. Og nú kemur Levítinn til sögunnar. Vert er að gera sér grein fyrir því, hverir Levítarnir voru. Þeir voru afkomendur Leví sonar Jakobs. Þeir höfðu i öndverðu verið kjörnir til þess að dreifa sér út utn alt landnám Hebreanna í Kanaan og halda uppi helgisiðum hjá öllum ættkvíslunum. Þeir voru útvaldir fyrir- liðar í öllum kirkjulegum málum þjóðarinnar. Prestarnir áttu jafnan að vera af Levís ætt. Á dögum Krists bar jafnaðarlega litið á Levítunum. Þeir voru þjónar prestanna og auðsveipir þeim í öllu. Þjóðin virti þá raunar sem andlega leiðtoga sína, enda þótt hún yrði fyrir ójöfnuði af þeirra hálfu og yrði rnargt að líða fyrir sífeldar kröfur Levítanna um fjárframlög til kirkju- þarfa. Dæmisagan segir, að þegar nú einn þessara geistlegu leik- manna hafi komið þar, sem særði maðurinn lá, þá hafi hann gengið fram hjá,—alveg eins og presturinn. Nú myndi þá Levíti þessi tákna í vorri tíð leikmanna-leiðtoga kirkjunnar, þá leikmenn, sem fremstir eru í söfnuðunum, þá er þar hafa völd, þá er ríða til kirkjuþinga og að mörgu leyti annast um hag og fyrirtæki kirkjunnar. Venjulega eru þaö vænir menn og guðhræddir. En þeim fer oft sem prestunum. Þeir ganga fram hjá neyð mannfélagsins. Kirkjumálin sitja í föstum skorð- um. Lögmælt fyrirtækin þarfnast mikilla umsvifa. “Starfs- málin” hafa sinn gang. “Business” kirkjunnar má ekki líða við það, að menn tefji sig við að stumra yfir manninum, sem liggur hálfdauður úti á veginum. Það getur og mælst illa fyrir, því það er nýmæli. Óhultast að vera ekki með neinar nýjar grillur.— Og þó eru nú Levítarnir, leikmanna-höfðingjar kirkjunnar, í öllum áttum að vakna. Mjög víða taka trúaöir leikmanna-leiðtog-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.