Sameiningin - 01.09.1931, Síða 33
287
sem gekk með gegnum stungiÖ hjarta, vegna sonarins góÖa.
Eg hefi séÖ hana líÖa þær þjáningar; eg er fullviss um þaÖ,
aö þrautir þeirra Elisabetar og Agnesar eru sama sem títuprjóns-
stunga í samanburÖi við þaÖ, sem hún hefir liÖiÖ. Þetta er samt
ekki sú tegund af þjáningum, sem gerir menn helga.
Hin óviðjafnanlega móðir okkar er ekki aÖ ganga um gólf
næturlangt, til þess að komast í tölu helgra manna, heldur til þess
að reyna að láta börnunum sínum líÖa svolítiÖ betur, ef hægt er.
Hún neytir ekki miðdagsverðar, ekki af því að hana langi
til að teljast með helgum mönnum, heldur vegna þess, að viÖ erum
svo fátæk, en brauðiÖ er dýrt að kaupa það.
Hún líöur vegna þess, að það er ráðstöfun Guðs, en ekki
af því, að hún hafi sjálf valið sér þær þjáningar.
Samt getur alt þetta ekki gjört hana heilaga.
Þegar eg votta henni ást mína og virðingu í þessu sambandi,
svarar hún því einu, að hún hafi sjálf valið þessa stöðu, sem sé
lítilmótlegri köllun en það, sem Agnes hefir valið sér; hún hljóti
því aÖ taka afleiðingunum af því, hvernig hún hefir valið: við
getum ekki notið okkar gæða bæði í þessum heimi og hinum til-
komanda.
En hlutfalls stærð mömmu í öðrum heimi fer eftir því, hvað
henni hefir hlotnast lítið hér í heimi; hygg eg, að hún hljóti mik-
ið hlutfall þar, jafnvel meira en hún þarf sjálf.
En aldrei þori eg að minnast á þetta við hana.
Eitt er það, sem Elisabet helga gerði, sem mamma hefði
aldrei gert: Hún yfirgaf börnin sín, sem voru föðurlaus, þeg-
ar hún gekk í klaustrið. Ef til vill var það þetta, sem var svo
velþóknanlegt Guði og Jesú Kristi, að þeir tóku hana til sín og
settu hana í heiðurssæti á himnum.
Ef þetta er ástæðan fyrir hinum mikla heiðri, sem Elisabet
nýtur hjá Guði, er það mikil mildi við okkur og föður okkar, að
mamma hefir ekki löngun til að verða heilög eins og hún.
Við höldum nú reyndar, að þó mamma komist ekki í helgra
manna tölu, eftir þeirri reglugjörð, sem þeir hafa á himnum,
að Guð muni samt úthluta henni svolitlu góðu og tala við hana
blíðlega, af því hún er svo góð við okkur.
En hún segir að það, að hún sé góð við okkur, verðskuldi
ekki mikil laun. Hún sé góð við okkur vegna þess að hún elski
okkur svo mikið. En ef hún elskaði okkur ekki svona mikið,
fyndi hún meira til þess, sem hún legði á sig fyrir okkur, eða ef
við værum ekki hennar börn, heldur börn einhverra beininga-
manna, og ef hún þá legði eins mikið á sig eins og hún gerir nú
fyrir okkur, mundi Guði að öllum líkindum þóknast það enn
betur. (Framh.)