Sameiningin - 01.09.1931, Side 30
284
einhverjum að komast upp á við; eða hún væri að reyna til að
rýma til fyrir einhverjum öðrum.
Hvað annars eru æðstu sætin á himnum?
Eg veit, að við keisarahirðina eru æðstu sætin þau, sem eru
næst keisaranum. Kjörfurstarnir skipa sér þétt umhverfis há-
sætið. En er það mögulegt fyrir nokkurn, að honum líði vel og
að hann sé algerlega rólegur, ef hann stæði svo nærri almættinu ?
Það sýnist svo fjarska erfitt að géra honum til geðs í þessu lífi,
en afar-mikil hætta á því að styggja hann. Eg held manni liði
betur, ef maður væri dálítið frá honum, helzt í dálitlum krók ná-
lægt hliðinu, þar sem væri kyrt og rólegt, og margir heilagir
stæðu á milli okkar.
Það var hérna um daginn, að faðir Kristófer lagði á mig
þunga syndarefsingu fyrir að missa mola af oblátu, þó eg gæti
ekki betur séð, en það væri sök prestsins, eins mikið og mér að
kenna. Hann sagði, að Guð yrði mjög reiður, og F'riðrik sagði
mér, að prestarnir föstuöu og píndu sig iðulega mjög fyrir að
hlaupa yfir eitt orð í messunni.
Eg er hrædd við myndina af Drotni Kristi, þar sem hann
heldur á eldingunni, en hún er ekki lík útskornu myndinni af
honum, þar sem hann er á krossinum.
Því þurfti hann að líða svona mikið? Leið hann þetta til
þess að geta komist að æðra sæti í himnaríki, eins og Agnes
frænka, eða gerði hann það til þess að geta verið vandlátur við
okkur, eins og hún?
Þetta virðist, þótt undarlegt sé, móðga Guð og þóknast
honum. — Eg skil ekkert í þessu, en það er vegna þess, að eg
finn enga köllun hjá mér viðvíkjandi trúarefnum.
Mamma segir, að þeir, sem eru í klaustrunum, verði alt af
meir likir Guði og skilji hann þess vegna betur en eg geri.
Er þá Agnes frænka líkari Guði en mamma?
Andlit hennar er rólegt og fölt eins og dauðinn; augun köld
og hörkuleg ; röddin tilbreytingalaus og hás, eins og hún kæmi
úr málmhólk eða úr grafhvelfingu, en ekki frá mannlegu brjósti.
Ætli Guð komi til okkar og tali við okkur með þeirri rödd?
Satt að segja er óttalegt að hugsa um dómsdag. Maður
verður að vera mörg ár í klaustri, áður en maður hættir að hræð-
ast að fara til himins.
Eg vildi bara, að mamma væri ein af þessum helgu mönn-
um, og að svoleiðis konur væri Guði þóknanlegar, en ekki kon-
ur eins og Agnes frænka, þá væri gleðilegt að reyna til að verða
heilagur. Og þá mætti maður hafa fulla von um það, að komast
til himins, og þá gæti maður líka verið viss um, að manni liði
þar vel.