Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 28
282
Misskilningur
Eftir Basil King
Vér ætlum aÖ Guð láti sig meiru varða sum störf vor heldur
en önnur, og við nokkur þeirra veiti Guð sérstaka aðstoð, en önnur
láti hann sjá um sig sjálf. Vér ségjum að skáldin sé innblásin,
er þau yrkja ljóð sín, en tölum ekki um það, að trésmiðurinn,
sem smíðar hús vor, sé innblásinn af Guði. Vér segjurn að
biskupinn sé innblásinn af Guði, er hann flytur ræður sínar, en
tölum ekki um það, að bankastjórinn geti líka verið innblásinn af
anda Guðs, er hann framlengir lán viðskiftamannsins í þörf. Vér
segjum að kirkjan sé innblásin af Guði til að boða sannleikann,
en tölum ekki um það, að landstjórnin geti líka verið innblás-
in til að framfylgja honum. Það er auðvelt að átta sig á því,
að heilagur andi hafi verið að verki, þá Rutar-bók var færð í
letur eða Markúsar-guðspjall skráð, en vér áttum oss ekki á því,
að heilagur andi hafi og i verki verið, þá Mr. Edison fann upp
rafljósið eða frú Curie radiumið. Eftir hugsunarhætti vor flestra
er Guð vera, sem lætur sig varða um kirkjur, guðsþjónustur, líkn-
arstörf. og sérhvað það, sem vér köllum heilagt, en að hann sé
ekkert viðriðinn verzlunarstörf, vísindaiðkanir, járnbrautir, kola-
námur, eða nokkuð það, sem ekki beint viðkemur andlegum list-
um. Frá þeim sviðum daglega líísins, sem mestu varða, útilokum
vér Guð og höfnum innblæstri anda hans. —B. B. J.
Ur gömlum dagbókum
Eftir séra Sig. S. Christopherson
(Frarnh.)
Hún segir aldrei neitt særandi orð i garð nokkurs manns;
hún er aldrei neitt óþolinmóð við föður okkar, eins og amma er
stundum. Hún er aldrei óstilt, eins og eg við hin börnin. Hún
er aldrei kvartandi og sneypir okkur aldrei. Hún er aldrei að-
gerðalaus. Hún gengur aldrei með hörku- eða gremjusvip, eins
og Agnes frænka.
En eg má ekki bera hana sarnan við Agnesi frænku, því hún er
búin að banna mér að gera það. Hún sagði, að Agnes frænka
væri trúuð, hreinlíf, heilög kona; hátt upp hafin yfir verkahring
sinn og okkar; við mættum vera þakklát, ef við næðurn því að