Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 23
2 77 konu, sem vill höndla sælu hér, á þessari skrítnu, villugjörnu jörð, til aÖ byrja með aÖ festa vonir sínar og hugsanir annarsstaðar. Piltar og stúlkur sem nú stunda vikivaka, drykkjur, tóbak, dansa, svall, og allra hluta skyndingu, sem hætta á hvaÖ sem er og brjóta hvern siÖ sem er, þau eru alt annað en sæl, það veit eg víst. Eg er þeim svo kunnug, að eg má fullyrða, að ekki er 50 per cent. af sælu, ekki 40 per cent. af sælu, í því sem þau gera. Óðlæti, steðjandi til og frá, sóandi, skrafandi, öfund og illdeilur er sú undirstaða sem þetta ris upp af : salli og hörundsmauk, kastpils, hára-skurður, vara-farfi og vasa-pelar, en af þessu mundu sálir brenna til ösku, þó tíu sinnum væru traustari en þeirra eru. Sú ævi er alls ekki til frambúðar, sem fer til að fegra hörundið, örva holdsins eðli, eta of rnikið, drekka um of, dansa án afláts, til að eyða daglega, sífeldlega til fulls, öllum kröftum, sem ættu að geymast í ungum líkömum til komandi ára. Þegar fram líða stundir þurfa þær æ meiri örvun, meiri mjöð, meiri smyrsl, meiri peninga—frá pabba, frá hverjum sem vill! Meiri lán í snyrtum og í visla-búðum; þær bæði og þeir hætta meiru til með öllu móti, hvert misseri sem líður, í spilum, í orðurn, í siðabrotum. Kann vera að þau viti ekki betur: viti ekki hvað annað þau skuli að hafast. Hin gera þetta öll, og til að sjá er það litfagurt og lokkandi. Hvað annað er til, sem gera skal? Jæja, hví ekki kynnast þeirn unga manni, sem vissi hvað annað gera skyldi, vissi það forkunnlega og undursamlega vel? Alt sem hann sagði var algerlega ólíkt öllu, sem áður bafði sagt verið, svo stórkostlega mótsett venjulegum viðtektum og dómurn, að Þlann var ekki aðeins víttur og ofsóttur af yfirvöldum, heldur líka líflátinn. Fagurgali, sérþótti, hræsni, fanst síður en ekki hjá Honum. En Hann kunni nokkuð, sem vér kunnum ekki; Hann sá hluti og heyrði, sem vér hvorki heyrum né sjáurn og hann sagði til þeirra beint og blátt áfram. Hann hafði þá launung, sem vér erum alla tíð að leita að, vér sem hoppum og híum og drepum mauki á hör- und og drekkum og dröbbum og kaupum gimgrjót og förum land úr landi með kostbæru státi. En vér höfum ekki nóg vit til að sjá þetta, jafnvel eftir tvö þúsund ár. Nú, ef vér viljum GuS finna og ná því undarlega fullnægju sambandi við l^áða heima, sem er eina sæla þessa heims, þá er vort náttúrlega og trausta manneðli fyrsta fyrirstaðan: ógeð á að vera gæfur, vorkunsamur, lítillátur, þjónustu fullur og trausts, og þar næst: að sjá við því moldviðri, sem mannvonzka og veik- indi hefir hulið hann í. Raunar er svo, að vér verðum að finna

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.