Sameiningin - 01.09.1931, Page 18
27 2
manni, sem sennilega er áhrifamesta mannveran, sem uppi er
innan kristninnar í núlegri tíÍS. Mannfjöldin streymir til Kagavva
sökurn þess, hve mjög er blásið í lúðra fyrir honurn, hvar sem
hann fer; en þegar menn eitt sinn eru komnir í námunda við hann,
geta menn ekki lokað hlustum fyrir orðum hans, og hafa allir
gott af að heyra þau.
Vér höfum rninst á Kagawa sem áhrifamesta mann innan
kirkjunnar í samtíðinni. En nú hikum vér og förum um það
að hugsa, hvort þetta sé sannmæli,—formlega talað. Vitanlega
tilheyrir Kagawa kirkjunni; hann er kirkjunni svo samgróinn,
að verði honum langra lífdaga auðið, má ætla, að honurn auðnist
að ummynda mikinn hluta hennar. En það vitum vér ekki meö
vissu, hvort hann er prestur i nokkurri viðurkendri heild kirkj-
unnar. Hann er hafinn yfir kirkjuflokkana, hvort sem hann
formlega tilheyrir einhverjum þeirra öðrum fremur. Kagawa
tilheyrir jafnt öllu samfélagi kristinna manna um veröld alla.
Nú um nokkur ár hefir Kagawa verið stórveldi—vaxandi
stórveldi—í Japan. Áhrifa hans gætir þar æ rneir, með því
að vitrustu leiðtogum verður það ljósara með hverjum degi, að
það liggur fyrir keisaradæminu, að velja um vitiborna frjáls-
lyndis-stefnu þar í landi, ellegar hamstola byltingar-stefnu. Svo
ákveðið sem stjórn landsins, verkamannafélögin og japanska
kirkjan hafa á liðnum árum leitað athvarfs hjá Ivagawa, þá er
auðsætt, að miklu meira liðs vænta sér þarlendir menn af
honum á komandi árum.
Samfara sívaxandi ábyrgðar-störfum heima fyrir, verður
nú Kagawa að taka að sér alþjóða leiðsögn á sviði kristilegrar
trúar. “Guðsríkis hreyfingin’’ stórkostlega, sem risið hefir í
Canada, rekur andlega ætt sína til Kagawa. Á árinu sem leið
leituðu kristnir Kínverjar til Kagawa með sín óviðráðanlegu
vandamál. Nú hefir K.F.U.M. fengið Kagawa til þess að koma
hingað til lands, svo hann sé aðal-ræðumaður á alþjóðaþingi
félagsins, og Ameríka vill fá að njóta hans sem lengst og fá hann
í fyrirlestra ferðir um alla álfuna. Frá Bretlandi, Þýzkalandi
og Norðurlöndum berast honum áskoranir um að koma þangað
svo sem læknir, til að rannsaka mein kirkjunnar.
Hvað myndi það svo vera sem vekur athygli veraldarinnar
á þessum manni? Að einhverju leyti er það æfiferill hans
sjálfs. Jafnvel þeir menn, sem allra kaldlyndastir eru, komast
við, er þeir fá að vita, hvað hann lagði á sig til að afla sér
mentunar, heyra sagt frá uppvaxtar-árum hans í skuggahverf-
unum, frá fórnfýsi hans, er hann tók á sig sjúkdóma fátækling-
anna, frá leiðsögn hans við samtök verkafólksins og samvinnu-