Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 11
2Ó5
telja má foringja ránsmannaflokksins og djöfullegastur er allra
illra anda. Það er djöfull gu'Öleysisins, sem nú er laus orðinn og
ferðast land úr landi og spanar upp alla illa ára til eyðingar mann-
kyninu. Guðleysið er rót alls ills. í skjóli þess þrífast og starfa
allir ræningjar. í sumurn löndum gengur guðleysið nú ljósum
logunr; Guði almáttugum eru boðin byrgin; öllu guðlegu er vísað
á dyr. Eða þó Guð sé viðurkendur í orði kveðnu og nafn hans
notað til svardaga sem hins æðsta, þá dylst ekki, að ábyrgðin gagn-
vart Guði er að dvína; menn fara sinna ferða, án tillits til vilja
hans og boðorða. í kirkjunum er farið með kenningar Krists
um kærleika og frið, en þegar út úr þeim er kornið, vonzkast
menn og áreita hverir aðra. Helgustu reglur siðferðisins eru
fótumtroðnar. Nýjar reglur, er lausan taurn gefa lægstu fýsnum,
koma í staSinn. Spámenn stjórnleysis og siðleysis flytja boðskap
sinn í bókurn og flugritum landshornanna á milli. Mönnum er
þar kent að brjóta af sér hlekki trúarinnar á Guð og losa sig við
kenningar frelsarans. Ábyrgðarleysið er upphaf orðanna, en
taumleysi nautnanna niðurlagið. Ungum er kent, að hamingja
lífsins sé falin í “frjálsum ástum” og algleyming holdsfýsnanna.
Afengi og æsilyfjum er bótmælt. Lifið á að vera laust við allar
hömlur, og þá líka siðlaust og guðlaust. Þetta alt er nú kent í
bókurn, ýrnist berlega eða hjúpað litillega. Og það, ofan á aðrar
ástæður, sem vikið hefir verið að áður og fylt hefir menn gremju
og óánægju með ástandið i heiminum, æsir rnenn upp til hvers-
konar óskunda og glæpa, svo að ekki hefir slík glæpa-öld áður
gengið hjá siðuðunr þjóðum, og öldur óláns og glæpa færast oss
sjálfum nú nær með hverjum degi, svo það, senr áður kom sem
fréttir úr fjarlægð, gerist nú rnitt á rneðal vor. Guðleysið lætur
aldrei lengi bíða eftir ávöxtum sínum. Sá ræninginn, sem sviftir
rnann trúnni, slítur rnann úr trúar-samfélaginu við Guð, er arg-
astur allra djöfla.
Nú höfum vér stuttlega lýst nauðlíðandanum og nokkrum
helztu ræningjanna. Ber oss nú að líta til þeirra manna, sem komu
og virtu særða manninn fyrir sér, en annaðhvort vildu ekkert gera,
eða gátu ekkert gert, til þess að liðsinna honum. Það eru þeir
Presturinn og Levítinn.
Það væri ekki sanngjarnt að útskýra svo þessa dæmisögu, að:
rnaður ekki tæki til greina, hvernig þeirri prestastétt var farið, senr
uppi var í landi frelsarans á hans dögurn. Prestar voru þeir menn
nefndir í því landi, sem þá atvinnu höfðu haft alt frá tíð Móse og
stofnun Gyðinga-kirkjunnar að slátra fórnardýrunum, færa fórnir
á ölturunum eftir helgisiðabókunum og annast annað margt, það:
er laut að helgi- og hreinsunar-siðum hjá þjóðinni. Erá því Aron