Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1931, Síða 25

Sameiningin - 01.09.1931, Síða 25
279 Nei, glaðir barna feöur eru þeir, góðir nágrannar, góðir borgarar í vanalegri ameriskri borg, sem full er af leikmynda- skálum, töggu trogum og margvíslegum hljóÖa-tólum, símum, gas- kerrum Fords, raflogum, gashlóÖum, tannlæknum, steyptum hlemmi-götum og clinics, (staðir þar sem krankir fá kaun sín reifuð gegn því að læknar læri af vesöld þeirra), teina-kerrum knúðum rafi, fréttablöðum, leikskálum, kerruskýlum og tann- burstum—í stuttu rnáli full með miljón hagræðum og einu til að gera ævi vora þokkalega og notasama, fráskila nekt og einfeldni (sem æsilegar trúar-kviður þróast af) og vandlæti af einsetum og fásinni. Ekki fremja fésýslumenn í Kansas City eitt né neitt við blundværð fornra andlegra öfga. Keirnur af hrosshárs-skyrtum og bænavökum við knéföll er kevðju þeirra færstum fjarri. Þeir vilja að börnum sínum líöi vel—virkta vel. Og vitanlega rétta þeir öðrum það sem þeir trúa að sæla sé. Bænalífið (The Lutheran) “Bænin er iðkun vitundarinnar um návist Guðs.” Þessi ein- falda skilgreining er eftir William Adam Brown. Eftir því hefir gjörvalt líf Jesú verið bænarlíf. Sérhver lærisveinn Krists ætti þá og að gera líf sitt æfilanga “iðkun vitundarinnar um návist Guðs.” Sérstök atvik réðu því, að þessi innri bænarandi braust út hjá Jesú í orðum. Það er og þá, þegar vér færum bænarand- ann í orð, að segja má, í fylstum skilningi, að vér biðjumst fyrir. Drottinn vor varði mörgum stundum til þess að eiga tal við föður sinn á himnum. Oftsinnis hvíldist hann frá störfum, þótt hann ætti undur annríkt, og flýði burt frá mönnum til þess að vera einn með Guði. Það kom fyrir, að hann var heilar nætur á bæn. Áður en hann réðst í að flytja ræðuna á f jallinu, var hann alla íróttina á bæn. Nú á dögurn væru ræður prestanna fullkomn- ari, ef þeir bæðust rneira fyrir. Áður en Jesús útvaldi postulana tólf, varði hann allri nóttinni til bænargjörðar. Hann lofaði Guð þegar þungt blés á móti: “Bg vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefir hulið þetta fyrir spekingum og hygginda- mönnum, og opinberað það smælingjum. Já, faðir, þannig varð það, sem þér er þóknanlegt.” (Matt. n, 25-27). Hann lofaði Guð þegar alt lék í lyndi, eins og þegar þeir sjötíu kornu aftur úr sendiförinni: “Samstundis varð hann glaður í heilögum anda og sagði: “Eg vegsama þig_ faðir, herra himins og jarðar.” (Lúk. 10, 21-22). Og við legstað Lazarusar baðst hann fyrir og mælti:

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.