Sameiningin - 01.09.1931, Side 32
286
verk, eftir að gi’eifinn var farinn, og að hann hefði gert rósirnar
aftur að brauðum.
Eg býst við að hann hafi gert J?að, ]?ví hinir soltnu beininga-
menn eru svo ánægjulegir á svipinn. En amma veit það ekki.
Eg held að Úrsúla frænka hefði ekki farið að eins og greifa-
innan. Hefði Kotta frændi spurt hana, hygg eg hún hefði sagt
með fullri einurð: Eg hefi brauð í svuntunni minni, og eg ætla
að gefa þau þessum svöngu fátæklingum, sem eru þegnar okkar.
Hún hefði látið sér standa á sama, hvað hann segði. Hygg eg
þá, að hjarta Kotta greifa hefði komist við, og hann hefði fyrir-
gefið henni og hrósað, jafnvel komið með rneira brauð.
f staðinn fyrir að brauð yrði að blómum, mundi hjarta
greifans hafa breyzt frá því að vera steinhjarta og orðið ríkt af
mannlegum tilfinningum. Það held eg að hefði verið mun betra.
Eitt sinn, er eg sagði við ömmu á þessa leið, svaraði hún, að
það væri mjög ljótt, að vera að ímynda sér önnur sögulok en það,
sem þessar helgisögur hefðu, rétt eins og þær væru huldufólks-
sögur.
Hún sagði, að Elisabet helga hefði verið uppi fyrir rúmum
hundrað árum; hefði hún búið í Wjartburg kastalanum; hefði
gengið jafnvel um strætin í Eisenach; gaf fátækum, fór inn i
sjúkrahúsinu og batt um hin hryllilegu sár manna, sem enginn
annar vildi snerta, og talaði með ástúð við þá, sem voru aumir og
einmana, sem enginn annar vildi líta við.
Þetta finst mér hafa verið gott og elskulegt af henni. Samt
mun það ekki hafa gert hana heilaga, því mamma og Úrsúla
frænka gera það líka, og mamma hefir sagt mér aftur og aftur,
að Agnes frænka sé heilög, en ekki hún.
Eg ímynda mér, að Elisabet sé í tölu helgra manna vegna
þess, hvað hún varð að líða. Þó getur það ekki beint verið vegna
þjáninganna sjálfra, því eg get ekki trúað því, að hún hafi liðið
meira en mamma. Að vísu var Elisahet vön að ganga úr rekkju
sinni frá manni sínum sofandi, og falla knéfalli á köldu gólfinu
næturlangt, rneðan hann svaf. Mamma hefir iðulega gert það,
sem því svarar. Hve oft hefir hún ekki gengið um gólf tímun-
um saman með veikt barn í fanginu, þegar eitthvað af börnunum
var lasið; verið að leitast við að lina þjáningar og láta blíðlega
að því og þagga niður í því, með óþreytandi ást og þolinmæði?
Elisabet fastaði, að sagt er, þangað til hún leit út eins og
skuggi. Hve oft hefi eg ekki séð mömmu kyrlátlega skifta á
milli okkar og pabba því litla, sem til var að borða, og ætla sjálfri
sér ekkert, og látið fat skyggja á diskinn sinn, svo pabbi sæi
það ekki? Við Friðrik höfurn oft tekið eftir því, hvað hún er
þreytt og niðurdregin; mjög lík hinni miklu harmkvæla móður,