Sameiningin - 01.09.1931, Síða 29
283
fá inngöngu á himnum, ef við þá fengjum að kyssa klæðafald
hennar.
Já, Agnes frænka er nunna, eða heilög kona Eg þarf að
tala varlega um hana. Hún flytur langar bænir, er sagt að
hún biðji svo lengi í einu, að hún fanst einu sinni i yfirliði að
morgunlagi í klausturkirkjunni. Hún borðar svo lítið, að faðir
Kristófer, sá sem hlýðir mönnum yfir syndajátningar sínar, seg-
ir að innihaldi, að Agnes sé fædd af englum. En við Friðrik
álítum, að sé Agnes frænka fædd af englurn, þá geti sú fæða
ekki verið mjög nærandi, því þegar við sáum hana seinast gegnum
j árngrindurnar á klaustrinu, var hún í svörtum hjúp og var þá
alt að einu eins og skuggi, eða eins og óttalega myndin af dau'ö-
anum, sem við sáum inni í bænahúsi klaustursins. Hún gengur
í sekk og hvílist oft í ösku, að sagt er.
Mamma hefir það eftir einni nunnunni, að eitt sinn er leið yfir
hana og fötin voru losuð frá henni, þá sáust hruflur og sár uin
allan líkamann lítt gróin. Sár þessi voru einkum á hálsi og
handleggjum; mun það hafa verið eftir hana sjálfa.
Þeir segja, að hún muni hljóta mjög háleitan stað á himn-
um. En mér sýnist, að það kosti mjög mikið að komast að
slíkri hástöðu á himnum, nema því aö eins að munurinn milli jiess
lægsta og hæsta sé afar mikill.
En eg er nú ekki mjög trústerk, og það er svo fjarskalega
erfitt fyrir mig að skilja það, sem viðvíkur himninum.
Ætli allir á himnurn verði æfinlega að keppast eftir að verða
hæstir ?
Það virðist vera svoleiðis. En þaö er ekki mjög skemtilegt,
því þegar menn eru að keppast eftir á hátíðum að ná beztu sæt-
unum í kirkjunni, og þeim hepnast það, verða þeir þóttafullir, en
hinir verða gremjulegir, sem verða útundan.
En auðvitað verður enginn í vondu skapi á himnum, og
enginn stoltur heldur.
En hvernig skyldi þeim heilögu líða á himnum, ef þeir kom-
ast ekki í æðstu sætin? Ætli þeir þykist verða fyrir vonbrigð-
um, eða ætli þeir verði óánægðir?
En verði allir heilagir ánægðir, til hvers er þá að keppast
við að verða hæstur á himnum?
En ef þeir veröa ekki ánægðir, er það eftir því, sem helgir
menn eiga að sér að vera?
Mamma segir okkur, að við börnin eigum að taka lægstu
sætin, og elzta á að víkja fyrir því yngsta. Munu þá ekki þeir
á himnum, sem mestir eru, víkja fyrir þeim, sem eru minni?
En eg veit eitt, og það er það, að ef mamma væri sett hátt
á himnum, væri hún alt af að teygja sig niður, til þess að hjálpa