Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 8
2Ó2 Hjálp í nauðum (Rœða á 13. sunnudag eftir tr'mitatis, 1931)- Eftir Björn B. Jónsson, Guðspjallið, sem kirkjan hefir valið söfnuðunum til íhugunar á 13. sunnudaginn eftir trinitatis, er dæmisaga Krists um miskunn- sama Samverjann, eins og hún er sögð í 10. kap. í guðspjalli Lúkasar. Langt er frá því, aS vér bindum oss við þá ritningar- kafla eina saman, sem endur fyrir löngu voru ætlaðir helgidögum kirkjuársins. En í þetta sinn og eins og á stendur getum vér ekki gengið fram hjá guðspjalli dagsins, svo sérstakt erindi sem það á nú til vor mannanna. Það ætti að fara vel á því, er nú skal hugleidd ]?essi hin lærdómsríka dæmisaga frelsarans, að byrja með því, að raða á borðið hér fyrir framan oss myndum af mannverum þeim öllum, sem eiga þátt í sögunni: 1. Nauðlíðandinn, maðurinn, sem féll í hendur ræningjanna. 2. Ræningjarnir, er féflettu og hálfdrápu ferðamanninn. 3. Presturinn, sem gekk fram hjá og skifti sér ekkert af nauðstadda manninum. 4. Levítinn, sem sömuleiðis gekk fram hjá. 5. Samverjinn, sem bjargaði nauðstadda manninum af mikl- um drengskap. Við setjum þá hér á horðið fyrir framan oss fyrst myndina af nauðstadda manninum, eins og hann liggur, meðvitundarlaus, Ijlóðugur og dauðvona við alfaraveginn. Við vitum ekki einu sinni hvað hann heitir, eða hvað þeir hafa heitið, allir þeir ótal mörgu, sem þessi dæmisögumaöur er táknmynd af,—allur sá grúi einstakra mannvera og heilla þjóða, sem á liðnum öldum hafa hnigið niður dauðvona við alfaraveg mannlífsins. N-öfnin þeirra veit sá einn, sem alt veit. En eins og myndin blasir við oss nú, erum við ekki í vafa um það, hvað nauðstaddi maðurinn heitir í ár. Hann heitir mannkynið. Mannkynið um veröldu alla er í nauðum statt. Það er svift klæðum, rænt fé sínu. barið til óbóta, og, þaS sem lakast er, það er meðvitundarlaust um orsakir meina sinna, og hefir enn hvorki komið auga á þann eyk, er það fái borið til bygða, né á smyrsl þau, er það fái borið á sárin sín. Þó er það eitt farið að bæta úr, að nauðlíðandi mannkynið, er farið að finna til rauna sinna, kannast hispurslaust við það, aö það hafi fallið í ræningja hendur, að því líði afar-illa, og það bíður og hrópar og biður, að nú komi því einhver ráð til bjargar.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.