Sameiningin - 01.09.1931, Blaðsíða 34
288
Ur heimahögum
Bandalag kvenfélaga innan kirkjufélagsins átti fundi að
Langruth dagana io.—12. júlí. Hefir funda-skýrsla veritS birt í
“Lögbergi” og má til hennar vísa. í sambandinu eru nú 14 félög
og sendu þau flest fulltrúa til fundarins. AÖallega lágu þrjú mál
fyrir til umræðu: 1. Sunnudags-skóla mál, og í því sambandi
skýrslur um starf íslenzkra ungkvenna að kristilegri fræÖslu í ný-
lendum Islendinga; 2. Friðarmál, með hugleiðingum um horfur
og hag þeirra mála hjá þjóðunum nú; 3. Bindindismál, með hvatn-
ingu um starfsemi kristinna kvenna heima fyrir í söfnuðum gegn
spillingu ofdrykkjunnar. Voru vönduð erindi flutt um öll þessi
mál og þau rædd á fundunum. Þá var og erindi flutt um hjúkr-
unarstarf kvenna og ef til vill önnur erindi fleiri.
V el er látið af viðtökunum í Langruth og þeirri athygli, er
fundirnir vöktu þar í sókninni. Hafði gestunum verið skemt á
marga lund og viðdvölin verið mjög ánægjuleg.
Þessar konur skipa embætti félagsins næsta ár: Forseti, frú
Guðrún Johnson, Winnipeg; vara-forseti, frú Halldóra Anderson,
Baldur; ritari, ungfrú G. Markússon; vara-ritari, frú Jóna Sig-
urðsson, Árborg; gjaldkeri, frú Þjóðbjörg Henrickson, Winni-
peg; vara-gjaldkeri, frú B'. Bjarnason, Langruth.
All-mikið hefir starfað verið á þessu sumri að kristindóms-
boðskap út um prestslausar bygðir. Séra Haraldur Sigmar dvaldi
mánaðartíma vestur i Vatnabygðum í Saskatchewan og þjónaði
þar þann tíma sínu gamla prestakalli. Snemma í ágúst fór séra
N. Steingr. Thorlaksson þangað vestur og þjónar þar út September
mánuð. Séra Jónas A. Sigurðsson hefir vitjað safnaðanna í
Swan River og Foam Lake. Guðfræðanemi Jóhann Friðriksson
starfaði í tvo mánuði í bygðunum umhverfis Manitoba-vatn og
viðar. Þá hefir og séra Rúnólfur Marteinsson vitjað nokkurra
safnaða.
Þrír ungir Islendingar hafa á þessu hausti byrjað guðfræða-
nám við prestaskóla Pacific-sýnódunnar i Seattle. Er séra Kristinn
K. Ólafsson einn af kennurum skólans og mun það hafa verið
námsmönnum þessum hvöt til þess að leita þangað. Mennirnir
eru: Jóhann Friðriksson, hefir hann áður lesið guðfræði við
Biblíuskóla Norðmanna í Grand Forks; Theodor Sigurðsson, son-
ur séra Jónasar; og Bjarni Bjarnason, sonur séra Jóhanns.
Jóns Bjarnasonar skóli var settur þann 16. september með
venjulegri athöfn. Er aðsókn að skólanum með langmesta móti,
einkum hérlends fólks. —B. B. J.