Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 27

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 27
föður síns og segir honum frá öllu, sem það langar til að eignast. Svo er ávalt, þá ástríkt samband er milli barns og föður, og séu óskir barnsins stundum eigingjarnar, þá skilur faðirinn yfirsjónir æskunnar, en tekur ekki hart á þeim. En framför er það bjá barninu og ber vott um manngöfgi hjá því, þegar það fer að biðja föður sinn að gera vel til leikbróður síns og gefa honum líka. Öll erum vér á bernskuskeiði, er til trúar og kristindóms kemur, og oftlega virðast víst bænir vorar föður vorurn á hæð- um bera vott um mikla eigingirni í fari voru. Óefað gleður það þó hjarta hans, þegar hann heyrir að vér biðjum jafnvel meir fyrir öðrum, en sjálfum oss. Og þegar innihald bænar vorrar fyrir öðrum, veröur fremur fyrir sálar-velferð þeirra, heldur en fyrir efnalegum hagsmunum þeirra, þá fyrst höfum vér lært að hiðja í anda Jesú. Leyndardómur hamingjunnar. Þegar Jesús kendi lærisveinum sínum að biðja, þá fól hann í bæninni lykil hamingjunnar: “Verði þinn vilji." Þenna fúsleika til að láta stjórnast af vilja Guðs vantar einatt í bænagjörð vora. Það er eins og vér ætlum oss að ráðast á herbúðir himnaríkis og hafa þaðan með valdi, það er vér girnumst. Vér heimtum fremur en biðjum. Einhver hefir sagt, að í rauninni biðjum vér á þessa leið: “Heyr þú, Drottinn, þjónn þinn talar,” í staðinn fyrir: “Tala þú, Drottinn, þjónn þinn heyrir.” Jesiis sýndi undir- gefnisanda ekki einungis í bænum sínum, heldnr iðkaði hann i öllu verki. Þegar hann í grasgarðinum Getsemane horfðist í augu við krossinn og alt það, er krossinn táknaði, líkams-kvalir og sálar-angist, þá bað hann á þessa leið: “Faðir minn, ef mögu- legt er, þá fari þessi bikar fram hjá mér; þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt.” (Matt. 26, 39). Orð þau sanna, að sam- band Jesú við föðurinn var alfullkomið. Heföi nokkur önnur ráð fundist oss til hjálpræðis, þá hefði Jesús glaður tekið þau. Leiðin framundan lá þar sem var koss svikarans, háðung hand- tökunnar, þreyta krossburðarins, nagla-stungur, þyrnikóróna, krossinn og angist dauðans; hefði önnur og greiðari leið legið að takmarkinu, hefði hann áreiðanlega valiö hana. En faðirinn vissi bezt, hvað við átti, og sjálfsagt var að gera vilja hans. Á þá leið verða kristnir menn jafnan að biðja. Það er leyndardóm- ur hamingjunnar. —B. B. J.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.