Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1931, Síða 9

Sameiningin - 01.09.1931, Síða 9
2Ó3 Þá komum vér a8 ræningjunum. Hve stór ránsmanna hóp- urinn hefir verið, sem lagði að velli ferðamanninn á Jerikó-veg- inum, vitum við ekki. Ekki heldur fáum við með tölum talið þá ræningja alla, sem lagt hafa hendur á mannkynið nú og felt það til jarðar. Óefað er hann stór, sá ránsmanna-hópur. Eins og ræningjarnir koma oss fyrir sjónir, þá eru þeir ekki mannverur, heldur illir andar, sem orðið hafa manneðlinu yfirsterkari, af- vegaleitt það, bundið fyrir augu þess, rænt góssi þess og sært það í hjarta-stað. Eg þekki ekki nerna suma þessa djöful-anda, sem í vorri samtíð hafa ráðist á mannkynið og leikið það svo hart, sem raun ber vitni um. Eg hefi komið auga á suma ræningjana. Eg hefi til dæmis séð þann ræningjann, sem það hlutverk vann, að binda fyrir augun á mannkyninu. Hvaða nafn sem við gefunr þeim illa anda, þá verður honurn lýst á þá leið, að hann sé djöfull sá, er svefn-þorni stakk hugsjóna-vitund mannanna, svæfði með ærslum mammons og munaðar viðkvæmnis-kendir mannsálnanna, og vafði mönnunum þann héöinn um höfuð, sem þá gerði blinda fyrir gildi hinna æðri verðmæta hjartans og andans. Á vorri tíð hafa strengir verið slitnir af hörpunum, stuðlar feldir úr ljóðunum, ástin kæfð í hjörtunum. Gleðiljós listanna brenna nú með raf- orku, en dauð eru ljósin á smálömpunum heima fyrir. Slagharp- an húkir úti í horni, en glymvarpið gellur á borðinu, fyrirhafnar- laust hverri sálu, sem inni er. Dauðar eru glóðir, er áður voru á arinhellum, þar er sátu saman börn og foreldri við sögur og ljóö, að loknu dagsverki, og vinir sóttu óboðið vini heim, og hugir manna vermdu sig í samræðum og söng. En því meiri er áfergjan í gleðina úti, sem manni er skamtað í aski og kaupa má í punda- tali. Við þenna yfirborðs-glaum hafa hjörtu mannanna sofnað og dýpstu tilfinningar þeirra gerðar að athlægi í kvikmyndahúsum. Vélarnar hafa dregið viðkvæmnina burt úr mannshjartanu og verkið úr mannshöndinni, sem nú hangir iðjulaus, hve fegin sem hún vill vinna. Það hið dýrmæta afl til hamingju, sem vits- munir manna hafa framleitt með dásamlegum uppgötvunum, hefir ekki náð takmarki sínu fyrir þá sök, að mannfélagið hefir ekki náð enn að sníða stakk sinn við hæfi þess. Efnið hefir vaxið and- anum yfir höfuð, hugvitið borið hjartað ofurliði, viðkvæmnis- kendir sálarinnar hafa sofnað við glaunr framfaranna. Ræning- inn hefir svo fast bundið fyrir augu mannkynsins, aö það fær ekki séð sjálfs síns instu, æðstu og helgustu mið. Komið höfum vér og auga á annan djöful í flokki ræningj- anna, þann, sem það hlutverk hlaut, að fara í vasa hins blinda manns og taka af honum fjármuni hans. Nafn hans er hvergi skráð, en aðferð hans má lýsa á þessa leið:

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.