Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1931, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1931, Blaðsíða 12
206 leið, getur sagan fárra merkismanna í prestastétt Gyðinga, annara en Elí, Ezra og Sakaríasar. Verulegir kennimenn voru prestarnir ekki. Það hlutverk var ætlað “fræðimönnunum,” en þó sérstak- lega spámönnunum. Spámennirnir voru hinir sönnu og miklu and- legu leiðtogar þjóðarinnar. Kristur lét eftir sig enga prestastétt, en að því er viðkemur andlegri leiðsögn safnaðar hans voru spá- mennirnir hans fyrirmynd. I spor þeirra stigu postularnir, og sönn kristileg prestastétt, fyrst ófyrirsynju hefir því nafni verið haldið, er stétt spámannlegra leiðtoga, þótt og gegni þeir helgi- siða-þjónustunni í kirkjunni og hafi þar vegleg störf með hönd- um. Prestastétt sú, er Kristur fyrirhitti á ættjörð sinni, var harla ómerkileg, og prestarnir voru skæðustu óvinir Krists. Af Gyð- ingasögu má fá all-skýra mynd af mörgum prestunum, sem gegndu embættum á dögum Krists. Það má sjá, að þeir voru fyrst og fremst andlausir bókstafs-þjónar, en líka afar-eigingjarnir menn og óhreinlyndir; þeir öfunduðu hver annan og vildu skóinn hver niður af öðrum og sátu aldrei á sárshöfði hver við annan. Sumir þeirra voru ógurlega siðspiltir menn. En alþýða átti að trúa því, að þeir væru öðrum mönnum helgari. Það er sýnilega ekki af handahófi valið, er Jesús velur mann úr þessum flokki til þess að koma þar að, sem dauðvona maðurinn lá. Presturinn gerði ekkert, gekk fram hjá. Um svona atvik hljóðaði engin greinin í bænabókum hans. Honum kom þetta ekkert við. Hann hefir ef til vill heldur ekki verið neinn maður til þess, að bera manninn, þó hann hefði viljað. En hvað líSur þá prestum kirkjunnar í núlegri tíð? tlvern- ig snúast þeir við nauðstadda manninum? Ef til vill má ekki ætlast til mikils af prestunum, er um ræðir að ganga í berhögg við böl og spilling mannfélagsins. Þeir eru ekki að öllu leyti frjálsir menn. Æði víða eiga þeir brauð sitt undir náð peningamannanna og vinsældir sínar undir hverf- lyndu hylli almennings. Margir þeirra eru og alt of miklir aum- ingjar til þess að áræða nokkurn skapaðan hlut. Margir þeirra eru ekkert annað en nokkrar siðvenjur, sem þeim hafa verið kendar. Þeir eru líka einatt svo uppteknir við deilur og sundrung sín á milli, prestarnir, að þeir hafa hvorki tóm né lund til þess að liðsinna mannfélaginu í nauðum þess.—Og þó er svo Guði fyrir að þakka, að á vfirstandandi tíð eru í flokki prestanna fleiri spámenn en líklega í nokkrum öðrum flokki manna, menn með lifandi anda og logandi sál, sem berjast fyrir lausn nauðstadda mannsins úr höndum ræningjanna, menn, sem leggja sig alla fram til þess að afla sér þekkingar á högum mannfélagsins, menn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.