Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1931, Side 22

Sameiningin - 01.09.1931, Side 22
276 megin, margt guÖlaust og mauramegnt, og því er oss sannur sálu- bati aÖ lesa annað eins og þetta, hitt ekki síður, aÖ verÖa þess vör, að til eru ennþá kvenfólk og karlmenn, er vel hefir gengið í heimi nytja-starfs og framkvæmda, er kveða já við þegar spurt er: Mundi það geta verið Guð ? Þið ungu stúlkur og ungu piltar, sem fitjið upp á og grettið ykkur við þvi að trú og hinn íiýji siður geti farið saman, vitið víst, að kveðjan kom frá starfsömu og hygnu hepnisfólki. Hve- nær bar svo til, að latir menn, refilstiga og ólánsmenn, næðu í nóga peninga fyrir hálfrar opnu rúm undir auglýsingu, arðlausa fyrir þá sjálfa? Aldrei. Nægta nóg er af skaðamönnum, fullum súrskapar og röksemda þjarks, albúnum til að sundra Guði, ásamt nálega öllu öðru í lífi mannanna, sem vekur fögnuð i hjörtunum og gerir tor- færur auðfarnar; en þeir geta ekki lofað því, að fögnuður sé sam- fara hugarfari þeirra, og sæla, því að ævi þeirra segir sjálf eftir: Þeir eru allra fúlastir og una verst við lífið. Þeir lifa í menningu, sem nefnd er “hin kristna öld” og í veröld, sem nefnd er “Kristindómur.” Og þó beint séu upp vaxnir af þeirri öld og þeim stað, þá vilja þeir engan trúnað veita Jesú Kristi. Bara af því að sumir prestar vanrækja skyldur sinar, að kost- bærar kirkjur eru reistar meðal öreiga hreysa, þar sem skortur á heima og böl, bara af því kreddur hafa blindar verið, grimmar og óvita, meðan héldust, af þessu og engu öðru, liafna sumir rnenn og sumar konur hinum mesta fögnuði, sem lífinu má veitast: að gefa Guðs lögum sál og líkama og lifa á þessari jörð við yndi himins. Mér þykir alt annað en gott að hugsa til, hvernig þessu fólki varð við að lesa fyrnefnda Páska-kveðju. En einu gildir með hve miklum lærdómi og hvassri hugsun það hæddist að henni. Sönn er hún alt um það. Æfintýr, gleði og gaman fylgja því að hlýða þeim lögum, sem sléttur og réttur trésmiður birti, í fjalls- brekku, fyrir tvö þúsund árum. Ánægja fylgir þvi að vera lítil- látur, friðsamur, hreinhjartaður, sú ánægja gengur aldrei til þurð- ar; þeirri konu, sem lifir við autt og snautt, ef hún er til þjónustu fús,—að taka lægstu sætin—að týna lífi sínu algerlega hjá þeim sem hún getur stutt—af ást til Guðs—þeirri konu mun yndi veit- ast, sem dvín aldrei. En ekki má gleyma, að þessa hluti ber að stunda af ást til Guðs, ella verða þeir furðulega ófrjóir, geiga til afglapa, þó í góðu skyni séu gerðir. Eitt afbrigði heims skipunar (er vér þekkj- um af ávöxtunum, þó lög þess séu ennþá dulbúin) knýr mann eða

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.