Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 15
269 það enga lífsvon aÖra en þá, aS alþýÖan, óbrotin og ósýkt af munaði og mammons-menning, vakni og bjargi mannkyninu. En vöknuð alþýða er sjálf ávalt í hættu stödd, þeirri ógnar hættu, að verða að bráS falsspámönnum og tryltum foringjum, sem ekki vilja annað en alla hluti brjóta og brenna, svo sem sögur sanna bæði fyr og nú. Það sem vonin um lausn mannkynsins úr höndum ræningjanna því leikur á nú, er það, að Guð sendi fólkinu sanna spámenn, guðinnblásna leiðtoga, bardagahetjur fulla heilögum anda. Hvaðan er þeirra að vænta? Hvaðan nema frá Nazaret? Hvaðan nema frá honum, sem árin mörg vann baki brotnu í smíðahúsinu í Nazaret, unz hann hóf hátt á loft harnar Guðs á himnum og fór um alt land með hamar Guðs í hönd sér og barði og braut hin fornu vé hræsni og óhreinlyndis, ójafnaðar og kúgunar, og lét jafnt falla fyrir hamarshöggum réttlætisins presta og Levíta sem tollheimtumenn og bersynduga, og létti ekki sinni ferð, fyr en hann kom á krossinn og reisti þar hásæti Guðs- ríkis á jörðunni undir merki kærleikans. Eg veit ekki hvað yður lízt, óbrotnu íslenzku alþýðufólki, hvort þér viljið fylgja Jesú frá Nazaret, kjósa hann að foringja yðar og ganga með honum út í stríð við ræningjaflokka samtíS- arinnar. Eg veit eklci hvort þér treystið yður til þess að taka upp á arma yðar þenna blóðuga mann, sem hér sem annarsstaðar liggur við veginn. Eg veit ekki hvort þér, menn og konur, eruð við því búin, að koma inn í Guðs ríki frelsarans, en afneita fyrra lifnaði yðar, hálfvelgju, veraldarhyggju, auragirnd, holdsfýsnum, hégóma og hræsni. Eg veit ekki hvort þér hafið áræöi til að vera Samverjar, eða hvort þér viljið heldur vera aðeins prestar og Levítar. En eg veit það, að hinn guðdómlegi Samverji, Jesús Kristur, sonur almættisins, bróðir syndarans, fer nú um veginn hér og kallar: “Vilji einhver fyígja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér.” Hann stefnir beint þangað, er nú liggur hinn særði maður, mannt'élagið í blóði sínu, og vill bjarga því og mun bjarga því. Eigum vér að fara með honum og aðstoða hann? Eigum vér að lifa lífi hans? Eigum vér að feta í öll fótspor hans? Eigum vér að gera allan vilja hans? Eigum vér að leggja fram alla krafta vora til þess að stofna hér hjá oss Guðsríkið hans? Svörum i trausti til eilífrar náðar Guðs: “Já, af öllu mínu hjarta; svo aðeins hjálpi mér Guð og gefi mér von um sælu annars heims. Amen.’'

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.