Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 5
ás>ametnmgin.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islenclinga
gefið út af Hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. i Vesturheimi.
XLVI. WINNIPEG, DESEMBER, 1931 Nr. 12
Jólabirta
Þeg’ar myrkrið er rnest, sézt ljósið bezt. Þó á lampa
logi urn bjartan dag, gætir ljóssius lítið frá lampauum.
En þegar dimmir úti, verður það æ skýrara. Um dimmar
nætur sézt ljósið í stofunni langt út í myrkrið.
Nú er fremur skuggsýnt í veröldinni. Dagarnir eru
dimmir. Það grúfir ömurleg þoka yfir mannlífinu víðast.
Mjög víða eru bágindi og margskonar erfiðleikar.
Og nú koma jólin.
Af því svo dimt er í mannlífinu, ættu jólin að bera
óvenjulega mikla birtu í þetta sinn. Og újörtu mann-
anna verða lienni fegin; þau eru mörg svo þreytt og þjáð.
Birtan kemur frá Ivristi, og' Kristur kemur frá G-uði.
Birtan, sem við fáum um jólin, er birta af andliti Guðs,
því Kristur er geisli dýrðar lians, svo sem ritningdn herm-
ir.
Það varð bjart á vöilunum við Betlehem, þegar Krist-
ur fæddist. Það verður bjart í liverju lijarta, þar sem
Kristur fæðist.
1 sjálfu sér er ógnar-dimt í hjörtum okkar mannanna
flestra. Það er allstaðar dimt þar sem syndin er. Það
gagnar ekki að neita því, það er synd í lijörtum allra.
Borið saman við Krist erum við allir fremur vondir
menn.
Kristur er dásamlegur. Ó, að við værum líkir hon-
um!
1 hjarta hans var ávalt friður,—af því hann hafði
engum manni gert rangt til.