Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 6
356 Hjarta lians var fult af kærleika,—þess veg'na var hann ávalt glaður. Þetta myrkur úti, myrkur erfiðs árferðis, það er ekkert á móts við myrkrið inni, ef hjartað skortir frið og kærleika. Kristur færir oss kærleika og frið. Þá birtir í hjart- anu, og þá þolum vér raunirnar, sem oss mæta uti, ef kærleiki og friður eru í hjartanu. (xuð sendi Krist í myrkrið til okkar. Ilver sem trúir á hann, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa lífsins Ijós. Þá fyrst kemur jólabirtan til okkar, þegar andi Krists gagntekur lijörtu okkar og við hugsum og biðjum eins og liann. Nú eigum við að liðsinna þeim, sem bágstaddari eru en við. Um þessi jól þarf mörgum að líkna og marga að hugga. Birtuna fáum við sjálfir bezt fyrir það, að bera birtu til bræðra okkar, sem eiga bágt. Það kviknar sjálf- krafa á nýju jólakerti í hjarta okkur við hvert góðverk, sem við vinnum í anda Ivrists. í mörg er liornin að líta. Þar er hinn sjuki, þar ekkjan allslausa, þar munaðarlausa barnið. Þar er kona drykkjumannsins og móðir týnda sonarins; þar er lirasaða konan og guðleysiilginn. Ógn eiga bræður okkar ogi systur bágt í lieiminum. Auðskilið er, að Guð gat ekki stilt sig um að koma til barnanna sinna á jörðinni, þegar hann sá, hve bágt þau áttu í sorginni og svndinni. Yið, sem njótum jólabirtunnar og höfum fengið frið og fyrirgefningu fyrir Jesúm Krist, eigum nú að færa bræðrum okkar birtuna,;—öllum þeim, sem bágt eiga, and- lega eður líkamlega, og byrja. á þeim, sem næstir eru og smæstir eru. Grleymið hvorki einstæðingnum né auðnuleysingjan- um, ekki heldur hinum bersynduga. Líknið þeim, sem aumastir eru allra. Það er andi jólanna. Guð gefi þér, kæri lesari, mikla birtu í hjarta þitt á jólunum og hjálpi þér íil að líkjast Kristi i liugsunarhætti og athöfnum þínum. Gleðileg jól! —B. B. J.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.