Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 34
384 Jólasálmur Eftir Valdimar V. Snævarr, skólasijóra. Ivom blessuð, þú nótt, sem boðar frið! Ivom blessuð til íslands stranda. Kom blessað, þú heilagt himnalið, með hannbót til allra landa. Kom, Drottinn, og set þú sátt og grið og sendu oss helgan anda. Það dimmir svo oft í heimi hér; því hroki og sundrung veldur, Og útskúfað friðarengli er, en ofstopinn velli heldur. —En jólanna helgi um hjörtun fer sem hreinsandi Drottins eldur. Þá bjóða menn fúsir bróðurhönd. Þá birtir í hugans leynum. Þá knýtast að nýju brostin bönd. Þá bætt er úr sárum meinum. Og þá er sem tengist land við lönd í ljómandi kærleik hreinum. En—munum þó sorgarsögu þá, er sig vill mjög endurtaka, og lífiö'oss jafnan lætur sjá, ef lítum vér stund til baka: Að vonzka og harðúð völdurn ná og vekja oft stríð—án saka. Þú eilífa ljós þú sálna sól, Ó, sendu oss nýjan anda! Gef ástúð, er grípur oss um jól, að eilífu megi standa! Ó, ver hverri sálu vörn og skjól, svo voðinn ei megi’ oss granda! —Prestafélagsritið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.