Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 24
374 eg einhver ámátleg hljó'ö, er mig gruna'öi aö kæmu frá hænsnagarðin- um. Eg spratt á fætur og sagði við Gunnar: “Komdu út fljótt, mað- ur, það er komið eitthvert dýr í hænsnagarðinn hjá þér.” En Gunn- ar var hægur og sagði 'bara: “Vertu rólegur, kunningi, það er bara konan min.” Sunnudaginn 19. júlí var sólskin og blíðviðri. Eftir morgunverð lögðum við öll á stað til guðsþjónustu í Kandahar. Hafði verið aug- lýst að hún færi fram kl. 11 f.h. Er vestur fyrir Wynyard kom fór fyst að bera verulega á augljósum merkjum um þurkinn og stormana fyrripart sumars. Akrar voru þar fremur lítið sprottnir. Þó mun hafa ræst merkilega vel úr því, þegar tíðin batnáði. Og jafnvel var orðið nokkur uppskera, og sæmileg heyföng og fóður. Við messuna var flest af íslenzku fólki bygðarinnar. Var gott og gaman að koma þar svo sem oft á'ður, og varð þessi stund okkur mjög hugljúf í alla staði. Aftur var svo ekið til Gunnars, og þar snæddur miðdagsverður. Voru þar þá með okkur til miðdagsverðar, Björn frændi minn Hjálm- arsson, kona hans og börn. Var þetta skemtileg stund, en takmörkuð þó, því til Wynyard varð að ná fyrir kl. 3. Þar átti messa að byrja á þeim tíma. Önnur mikil hrifningarstund varð það okkur að koma þar í kirkj- una gömlu, og sjá þar þegar fjölmennan hóp vina frá árununi liðnu, sem þar hafði svo oft áður með okkur verið, bæði á stundum gleði og sorgar. Mikið fjölmenni var viðstatt, og þar með strjálingur af fólki úr hinum ýmsu nærliggjandi sveitum. Söngflokkurinn var mjög fjöl- mennur, því þar var Björgvin Guðmundsson tónskáld viðstaddur með nokkurn hluta þeirrar söngsveitar, er hann var að æfa til undirbúnings fyrir íslendingadagshátiðina, er nú var að nálgast. Var söngurinn svo þróttmikill að við sjálft lá, að maður óttaðist að þaki'ð mundi springa í loft upp af kirkjunni litlu. Eftir messu var í marga hlýja hönd að taka, og þar á eftir kaffi og kræsingar á heimili Mr. og Mrs. Paul Bjarnason, eins og oft hafði áður verið. Var þar með okkur all-stór hópur góðra kunningja. Þá var næst að komast til Mozart. Þar liafði verið auglýst að messa byrjaði klukkan 7.30 e h. Þar var líka mikið fjölmenni og ágætur söngur undir stjórn safnaðarforsetans, Mr. Páls Thomassonar, og þar söng Walter Swinburnson einkar fagran ein- söng. í Mozart var líka mörgum góðum vinum aö heilsa og svo loks kaffibollinn á heimili Walters Swinburnson, frænda konu minnar, og konu hans Esther, sem ekki er íslenzk, en kann þó að búa til kaffi! Loks lá svo leiðin heim aftur til Gunnars og Kristínar, og þar var jafnvel enn "heitt á könnunni.” Svo var lengi skrafað við þau mætu hjón og við Mrs. Hildu Hanson, sem var gestur þeirra. En þar kom þó um síðir að stefna varð til rekkjunnar eftir langan, unaðslegan, ó- gleymanlegan dag. Hér á eftir verður að fara miklu fljótar yfir sögu. Þó eg hefði ákosið að segja svona nákvæmt frá hverjum degi, verð eg að sleppa

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.