Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 15
365 “Herra varðengill,” sagði sálin, “fyrst engiun veit um hugs- anir mínar, nema drottinn, þá bið eg þig að fara með mig til hans og biðja hann að dæma um þetta.” “ÞaÖ verður víst svo að vera,” sagði engillinn, lauk upp megin-hliði himnanna og leiddi sálina inn. “Eg vil endilega fara með henni til drottins,” hrópaði Mann- orð,” og bera þar vitni um hegðun hennar á jörðunni.” “Nei,” sagði engillinn og veifaði sverðinu; “hingað fer þú, Mannorð, og ekki lengra. Drottinn cr rcttlátur dóvnari og fer ekki eftir minning og orðstír mannanna.” Það var á aðfangadaginn i rökkrinu. Jóla-engillinn var víst kominn í bæinn. Eg var sokkin ofan í hugsanir um jólin, og hvað þeir ættu gott, sem ættu eilif jól með Guði á himnum. Eg varð a!t í einu, eins og frá mér numinn. Eg var kominn á einhvern ljómandi og yndislega fallegan stað. Loftið var heiðskýrt og tært. Það lagði um mig unaðslega, hressandi birtu, sem eg gat ekki gjört mér grein fyrir hvaðan kom. Umhverfis gaf að líta allskonar prýðileg tré, smá og stór. Þau stóðu ýmist í þéttum runnum, eða í beinum röðum. Loftið angaði af ilm trjánna, sem hreyfðu krónuna rólega í hægum vind- blæ. Á greinunum uxu ljósrauðir og dökkrauöir ávextir; glans- andi eins og roðasteinar í sólskini. Inni á milli stóru trjánna voru raðir af smærri trjám, sem báru kransa af hvítum, rauðum og bláum blómstrum. Þéttar raðir af alls konar blómskrauti óx við rætur trjánna. Eg horfði hugfanginn á alla þessa dýrð. Eg liugsaði með mér: Hver hefir gróðursett öll þessi fallegu tré og blórn ? Þá svaraði einhver: “Jesús Kristur er garðmaður hér. Þetta er aldingarður Guðs á jörðunni. Frelsarinn hefir gróðursett hann og heldur honum við. Trén eru góöu mennirnir á jörðunni, sem hafa gjörst læri- sveinar Jesú Krists. Hinir fögru ávextir eru verkin, sem þeir vinna, og alt gott, sem af þeim leiðir. Litlu trén eru hinir litlu bræður og systur frelsarans. Þetta er þeirra blómatíð. Seinna vaxa á þeim ávextir eins og stóru trjánum, þegar þau þroskast. Þau minnast frelsara síns reglulega að morgni og kvöldi, til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.