Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 13
363 mestum hluta æfi sinnar í þaÖ, að breiÖa út í öðrum löndum þann lærdóm, sem kóraninn hefir að geyma. Þessa nótt var hann að hugsa um hið liðna; og honum fanst hann hafa unnið mikið og gott æfi-starf. — En alt í einu kom engill inn í herbergið til hans, eins og forðum til Abou Ben Adhems. Og engillinn hélt á stórri bók í annari hendinni, en penna í hinni. “Hvað skrifar þú i bók þessa hina miklu?” spurði Alhamar. “Eg skrifa í hana misgjörðir og góðverk allra þjóðhöfðingja,” svaraði engillinn; “sérhver þjóðhöfðingi á hér tvo dálka: annar sýnir góðverk hans, en hinn sýnir alt, sem hann hefir misgjört.” “Misgjörða-dálkurinn minn er víst orðinn býsna langur,” sagði Alhamar. “Já, sagði engillinn raunalega, “hann er nú orðinn nokkuð langur.” “En hvað mörg góðverk hafa verið rituð i tekju-dálkinn minn?” spuröi Alhamar. “Eitt,” sagði engillinn. “Hvað!” sagði Alhamar og reis upp við olnboga. “Hefi eg þá ekki gjört nema eití góðverk?—Og þó hefi eg látið reisa tólf mikil og vegleg nnisteri, og snúiö tíu þúsund heiðingjum frá skurð- goðadýrkun. Eða er það talið sem eitt góðverk, að leiða tiu þúsund sálir til drottins ?” ..,, “Þú leiddir þær sálir eingöngu til hinna dýru og skrautlegu mustera Múhameðs,” sagði engillinn hógværlega. “tlvaða góðverk er það þá, sem mér er fært til inntektar?” sagði Alhamar. “Það er miskunnarverk, sem þú gjörðir, þegar ])ú varst litill drengur,” sagði engillinn og horfði í bókina. “Þegar eg var litill drengur!” át Alhamar eftir og rak upp stór augu. “Hvaða góðverk gat þaö verið ?” “Þú gafst einni aumingja mús líf, þegar þú varst lítill dreng- ur,” sagði engillin blíðlega: “en músin átti marga unga, sem dáið hefðu kvalarfullum dauða, ef ])ú hefðir ekki gefið henni líf.” “Allah korni til!” sagði Alhamar hinn mikilláti Mára-kon- ungur og andvarpaði. “Hvað bjargar sálu minni nú, ef þetta er eina góðverkið, sem eg hefi gjört alla mína löngu æfi?” “Músin bjargar þér,” sagði engillinn brosandi, “því að mis- kunnarverk er cefinlega miskunnarverk, hvort sem það er gagn- vart mús eða manni.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.