Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 29
379
Hugleiðingar út af heimsfréttum
BLIKA t AUSTRI
Einhver svartasta blikan, sem dregiÖ hefir upp á friÖarhimni
þjóÖanna síÖan heimsstríðinu lauk, segja kunnugir, eru skærur
þær, er nú standa yfir milli Kínverja og Japana, út af aðförum
Japaná í Mankúríu.
Út í málavöxtu þeirrar deilu verður ekki farið til muna hér.
Japanar hafa haft yfirráð í Mankúríu,—sem í margar aldir var
norðausturhluti Kínaveldis—síðan eyjaveldið bolaði Rússum út
þaðan í byrjun þessarar aldar. Stjórn Mankúríu var að vísu óháð
Tapönum að nafninu til, en þeir höfðu þar tögl og hagldir í raun
og veru. Sjálfstæðisstjórnin í Kína gjörir líka tilkall til Mankúríu,
sem von er, þar sem landið lá undir Kína öldum saman. Út af
þessu með öðru fleiru, hafa lengi verið viðsjár milli ríkjanna. Nú
í haust sáu Japanar sér einhvern góðan leik á borði í Mankúríu.
Þeir juku herliðið, sem þeir hafa haft til að vernda ítök sín þar.
færðu sig mikillega upp á skaftið og virtust vera komnir á fremsta
hlunn með að slá eign sinni á landið algjörlega.
Þetta líkaði Kínverjum illa, eins og vænta mátti. En þeir eru
langtum veikari nábúaþjóð sinni að öllurn vígbúnaði, svo að um
opinn ófrið er ekki að tala fyrir þá, nema þeir eigi ekki annars
úrkosta. En þeir eiga í fórum sínum annað vopn sem þeir hafa
notað áður gegn eyjaveldinu, og það svo duglega að undan sveið.
Það er verzlunarbann, boycott. Hafa Japanar orðið að draga inn
hornin áöur í viðureign sinni við Kína, þegar því vopni var beitt.
Japanar mega ekki við því að missa markaði sína í öðrum löndum.
Nú hafa Kínverjar gripið til gamla ráðsins. Neita að eiga
nokkur viðskifti við Japan, og rjúfa þar með einhverja verzlunar-
samninga, sem í gildi voru milli landanna. England hefir náð í
góðan hluta af verzlun þessari, og hefir það orðið til að auka at-
vinnu mikillega á ýmsum verkstæðum þar í landi. En Japanar
una illa sínum hlut. Þó halda þeir áfram uppteknum hætti i
M ankúríu.
Við þetta stendur. Þjóðbandalagið, með aðstoð Bandaríkja-
stjórnar, hefir af alefli reynt til að semja frið milli þessara þjóða,
en það hefir ekki tekist enn sem komið er. Kínverjar eru að sönnu
fúsir að þiggja milligöngu eða rannsókn á málavöxtum áf hálfu
þjóðbandalagsins. En Japanar malda í móinn. Bera það fyrir, að
J