Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 25
375
því, annars yröi sagan langt um of löng. Á mánudaginn 20. júli fylgdi
Gunnar okkur til Wynyard, og hjálpaSi okkur aS koma okkur fyrir i
hinu snotra, nýja húsi Thorláks og Svanborgar Jónasson, sem mission-
arfélag Immanúels safna'Sar aS Wynyard, hafði fengið að láni fyrir
okkur meðan viS dvöldum þar, er konurnar komust að því aö viS ákys-
um okkur einhvern slíkan dvalarstað meSan við værum í Wynyard. Átt-
um viö svo heimili þarna það sem eftir var tímans i Wynyard. Var
þaö einkar hagkvæmt þar sem viö vorum svo mörg, aö eiga þar at-
hvarf til aö gista og geyma farangur. í fyrstu höföum við þar morg-
unverð, er við sjálf tilreiddum, þó fljótaskrift væri á þvi. En brátt
kom þar að, að vinir okkar buðu okkur heim til sín ekki einasta til
miðdags, kaffis og kveldverðar, heldur og til morgunverðar líka.
Þannig féll öll matreiðsla niður á okkar heimili!
Engin orð fá lýst því hve vel og ástúðlega okkur var tekið af
ölhtm. Bókstaflega allir lögðu sig fram til að gjöra okkur sem mestan
greiða og gleði. Því miður fæ eg ekki nefnt öll heimilin, sem buðu
okkur til sín. Allstaöar var okkur veitt af hinni mestu rausn, og
allsstaðar skein kærleiksþelið og vináttan út úr öllu, sem gjört var.
Má fyllilega segja aö hver einasti dagur væri jafn hinum fyrstu tveim-
ur, að því er snerti ástúð og velgerðir fólksins, og er það aðeins rúms-
ins vegna að eg segi ekki jafn nákvæmt sögu þeirra daga. Hjörtu
okkar eru barmafull af þakklæti til hinna mörgu vina okkar i Wyn-
yard og prestakallinu öllu, fyrir þær ástúðlegu móttökur og þá vel-
gjörð og þann kærleik, sem okkur var auðsýndur. Og geta má þess,
að það var ekki einasta safnaðarfólk mitt frá fyrri árum, sem þannig
fagnaði okkur, heldur og margir fleiri kunningjar og vinir. Mér er
vel kunnugt um það, að það voru mörg heimili í bygðinni, er óskuðu
þess að við gætum þar komið meðan við dvöldum, og á því höfðu hús-
bændur orð við okkur, er við hittumst á samkomum og mannfundum.
En það gat ekki orðið af því að komast þangað, þó okkur sárlangaði
til þess. En alla viljum við biðja að muna, að ekki var það af því að
við vildum ekki, þó við kæmum ekki, heldur af því að til þess vanst
ómögulega tími.
Við dvöldum í bygðinni tvær vikur og fjóra daga, og féllu inn i
þann tíma þrjár helgar. Á þeim tíma flutti eg 7 guðsþjónustur, tvær
í Wynyard og eina í hverjum hinna staðanna,—Kandahar, Mozart,
Elfros, Hólar og Eeslie. Hjá Foam Lake söfnuði messaði eg ekki,
vegna þess að mér var kunnugt um að þeir höfðu beðið séra J. A.
Sigurðsson að koma til sín og þjóna hjá sér unt Iveggja vikna tíma,
og eg átti enda von á að það mundi bera upp á sama tíma og eg var þar
vestra. Mun hann þó ekki hafa komið þar fyr en rétt eftir að við
hurfum þaðan, og verið þar tvo næstu sunnudagana á eftir. Sunnudag-
inn 2. ágúst flutti eg aðeins eina guösþiónustu. Var hún flutt í kirkju
Sambandssafnaðar í Wynyard, kl. 2 e. h. Var það nokkurs konar
“community service.” Og sótti þá guðsþjónustu fólk úr þremur söfn-