Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 11
361 berjast viÖ þá, heldur en flýja hingaÖ. Hann sagÖi’aÖ þá hefÖi þeirra beðið hægari dauÖdagi. “Drottinn hjálpar okkur,” mælti konan. . “Við erum einmana á vegum rándýra og höggorma,” sagðí maðurinn. “Við höfum hvorki mat né drykk. Hvernig fær drottinn hjálpað okkur?” Hann reif klæði sín í örvæntingu og þrvsti andlitinu niður að jörðinni. Hann var vonlaus eins og maður, sem ber banasár í hjarta. Konan sat upprétt með hendurnar á knjám sér. En augnaráð það, sem hún sendi út yfir eyðimörkina, bar vott um algert von- leysi. Pálmatréð heyrði ,að þyturinn angurblíði í laufum þess varð enn hærri. Konan hlaut einnig að hafa heyrt það, því að hún beindi augum sínum i áttina til laufkrónunnar. Og jafnframt fórnaði hún ósjálfrátt höndum til himins. Svo djúp þrá lýsti sér í rödd hennar, að gamla pálmatréð hefði fegið viljað vera engu hærra en skógar-runnur og hefði kosið, að döðlur þess væru eins auðteknar og her þyrni-runnans. Það vissi fullvel, að laufkróna þess var alþakin döðlu-klösum, en hvernig í ósköpunum áttu mannverur, að geta komist upp í slíka svimandi hæð. Maðurinn hafði óðar séð að döðlu-klasarnir héngu svo hátt, að vonlaust var um að ná þeim. Hann leit ekki einu sinni upp. Hann bað konu sína, að girnast eigi það, sem ófáanlegt væri. En barnið, sem vappað hafði um af sjálfsdáðum, og lék sér að kvistum og stráum, hafði heyrt hróp móður sinnar. Litli hnokkinn gat auðvitað ekki hugsað til ]>ess aS móðir hans fengi ekki alt, sem hún óskaði sér. Undir eins og farið var að tala um döðlurnar, fór hann að starblína á tréð. Hann braut heilann um það, hvernig hann gæti náð í döðlurnar. Nærri lá að enni hans hrukkaðist undir ljósum lokkunum. Loks varð andfit hans að einu brosi. Hann hafði fundið ráðið. Hann gekk upp að pálma- trénu, klappaði því með litlu hendinni sinni og mælti i blíðum, barnslegum rómi: “Pálmi, l^eygðu þig! Pálmi, bevgðu þig!’’ En hvað var nú á ferðum, hvað var að gerast? Það hvein i pálmalaufunum eins og fellibylur hefði ætt gegn um þau, og upp- eftir hávöxnum pálmastofninum fór titringur í tíðum bylgjum. Og pálamtréð fann, að smásveinninn var ofjarl þess. Það fékk eigi veitt honum viðnám. Og með hávöxnum stofni sínum laut það barninn eins og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.