Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 33
383
sjálfsforræði, sem myndi hef ja einn flokk til vegs þar, þrísta öÖrum
niður en valda úlfúö um alt landið?
Mórallinn er þessi: Engin þjóð er hæf til sjálfstjórnar nema
hún eigi svo mikið af umburðarlyndi trúarlegu og félagslegu, að
eitt þjóðarbrot sé þar örugt fyrir kúgun af annars hálfu.
Og hvað er þá um Gandhi, þá “miklu sál?” Hann nýtur loís
um heim allan, sjálfsagt að verðugu, fyrir staðfestu, hugsjónafeg-
urð og mannúð í baráttunni við Breta. En hefir hann þá beitt
áhrifum sínum eins vel og einarðlega í þá átt, að eyða drambinu,
tortryggninni og hatrinu, sem hefir staðið í vegi fyrir einingu
þjóðarinnar heima hjá honum?—Spvr sá, sem ekki veit.
G. G.
Lofsvert sjálfátœði
Á mannfundi einum í nóvember mánuði, lýsti einn af ráð-
herrum stjórnarinnar í Manitoba því yfir, að forráðendur elli-
heimilisins Betel hefðu tilkynt stjórninni, að þeir vildu afbiðja
styrk af hálfu stjórnarinnar elliheimilinu til handa. Það hefir
verið venja stjórnarinnar að veita nokkurn styrk árlega elliheim-
ilum og einhverjum öðrum líknarstofnunum í fylkinu. Litilsháttar
styrks, að upphæð 500 dollara, hefir þá Betel einnig notið árlega.
Nú skýrði ráðherrann frá því, að þetta íslenzka elliheimili afbæði
styrkinn og kysi að standa algjörlega á eigin rnerg. Sagði ráðherr-
ann þetta tiltæki Betel-stjórnar vera fátítt, en lofsamlegt og öðrurn
til eftirdæmis. Taldi hann þennan sjálfstæðis-metnað íslendinga
þeirn til mikils sóma.
Elliheimilið Betel hefir hér gefið öllum íslendingum í Vestur-
lieimi fagurt dæmi til eftirbreytni. Einstaklingar geta komist í
þær klípur, efnalega, að þeir neyðist til að þiggja styrk hjá öðrum,
og er það engin vanvirðing, þegar atvinna manns eða heilsa hefir
brugðist. En þann metnað ættum vér að hafa og þá virðing bera
fyrir félagsskap vorum og félagslegum samtökum, að vér ekki
séum upp á aðra kornnir í neinu. Auk þess, hve auðmýkjandi allar
fjárbænir út á við eru, fylgir venjulega einhver baggi skammrifi,
þá um fjárstyrk er að ræða.
Sérhver nýr vottur urn drengilegt sjálfstæði er dýrmætur.
Vafalaust láta þeir allir, sem að Betel standa, almenningur kirkju-
félags vors, heimilið fremur njóta þess en gjalda, að það hefir af-
beðið þennan stjórnarstyrk. —B. B. J.