Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 14
364 II. SÁIJN, SEM HAFÐI MINNING OG MANNORD TIL FYLGDAR Einu sinni var fákunnandi sál, sem sleit sig úr líkamsfjötr- unum eftir mikla armæSu og langvarandi stríö, og sveif a'S lokuni áleiÖis til hins himneska höfuðbóls. Hún fór alveg slypp og snauð úr mannheimum, eins og siður er; en þau Minning og Mannorð fylgdu henni út vfir Gröf og Dauoans-haf og alla leið að megin- hliði himnanna. Þar stóð engill á verði með brugðið sverð, og var næsta mikilúðlegur ásýndum. “Leyf mér inngöngu,” sagði sálin þegar hún sá varðengilinn. “Fyrst verS eg að fá að vita, hvort þú hefir það hrós, sem fyrir guði gildir,” sagði engillinn. “Hérna eru þau Minning og Mannorð, sem hafa verið svo góð, að fylgja mér alla leið frá Mannheimum,” sagði sálin; “og eg vona, að fylgd þeirra sé órækur vottur þess, að eg er engin misindis-sál.” “Eg vil heyra, hvað þau hafa til að segja,” sagði engillinn. “Þetta er alira mesta meinleysis-sál,” sagði Minning og hneigði sig fyrir englinum, “og hún hefir aldrei lastað neinn lifandi mann.” “En hún hefir heldur aldrei hrósað neinum lifandi manni,” sagði Mannorð og hreykti sér ofurlítið. “Hún gaf oft hungruðum að éta,” sagði Minning. “En þó aldrei án þess, að hún væri beðin,” sagði Mannorð. “Hún tróð aldrei á rétti nokkurs manns,” sagði Minning, “En hún rétti heldur aldrei hluta neins, sem fyrir ranglæti varð,” sagði Mannorð. “Eg vona, að eg hafi nú sannað það, að sál þessi hefir ekkert slæmt verk framið,” sagði Minning með ofurlitum ákafa. “Og eg hefi fært gild rök að því, að hún hefir ekkert gott verk gjört,” sagði Mannorð og lagði áherzlu á hvert orð. “En hvað hafið þið að segja um hugrenningarnar ?” sagði engillinn eftir stundar-þögn. “Fyrst hún hefir ekkert slæmt verk unnið, þá hafa lmgsanir hennar ekki verið illar,” svaraði Minning. “Og af þvi, að hún gjörði ekkert gott, gátu hugsanir hennar ekki verið góðar,” sagði Mannorð. “Hér er úr vöndu að ráða,” sagði engillinn; vogarskálarnar eru hnífjafnar, hvað verkin snertir. Hugrenningarnar verða því, að gjöra mundangshallann. En enginn veit um þær, nema drott- inn.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.