Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 32
382
honúm og Gandhi, ef ekkert hefÖi vei'ið til hindrunar annað en
gömul drotnunargirni Breta, eða íhaldssemi. Énda fór MacDonald
þeim orðum um mikilvægi fundarins, að honum var augsýnilega
mjög umhugað um góðan árangur. “Bretaveldi,” sagði hann,
“hefir einsett sér að láta ekki málstefnu þessa verða til ónýtis.
Ekkert, sem er eins áríðandi eins og þetta, hefir nokkurn tíma
koinist í framkvæmd við fyrstu atrennu.”
Hlví talar MacDonald svo? Hvaða erfiðleikar eru á ferðum
hér? Eiga ekki Hindúar rétt á meira sjálfstæði, ef þeir æskja
þess ? Og hví þá ekki að veita þeim bón sína? Svo spyr hugsjóna-
maðurinn eðlilega—þangað til hann rekur augun í þjóðar-brag
Indlands, eins og hann kom svo áreiðanlega í ljós þar á málstefn-
unni.
Erfiðleikar málsins eru ekki á Bretlandi, heldur yfir á Ind-
landi sjálfu. 'Gandhi talar um einhuga þjóð, en hún er ekki til þar.
Hann kom alls ekki einsamall til Bretlands, eða sem talsmaður
Indverja í heild sinni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hann leiðir, er
að mestu leyti skipaður Hindúum af æðstu stétt. En til Englands
komu líka erindrekar Múhameðsmanna, sem eru f jölmennir á Ind-
landi, og hafa aldrei getað búið i tryggum friöi við Hindúa þar,
nema Bretar væri við hendina til að skakka jeikinn ef út af vildi
bregða. Múhameðsmenn vilja fá trygging réttinda sinna, og neita
að sitja skör lægra en Hindúar í sjálfstæðu Indlandi. Eái þeir
ekki vilja sínurn framgengt í hvorutveggja, þá kjósa þeir heldur
vfirráð Englendinga, eins og þau eru.
Enn fremur rnætti á málfundinum kristinn erindreki fyrir
hönd lág-stéttarmanna, eða stéttlausra, það er að segja fátækling-
anna og Paría-úrkastsins, sem hefir búið á Indlandi við kúgun og
fyrirlitningu Hindúanna af æðri stéttunum öld eftir öld. Sá hluti
þjóðarinnar nemur fimtíu miljónum, og hann vill fyrir engan
mun lúta yfirráðum hástéttarmanna tryggingarlaus um réttindi
sín, og berskjaldaður fyrir ofmetnaði og drarnbi þess flokks. Vill
heldur búa viS erlenda stjórn mannúðlega, heldur en áþján af hálfu
samlanda sinna.
Þetta er sá steinn, sem liggur í vegi fyrir Indverjum í sjálf-
stjórnar-sókninni. B.retar vilja auðvitað eiga gott við Indland.
Það er þeim sjálfum fyrir beztu. Þjóðin gæti fengið allgóð sjálf-
stjórnarkjör af hendi brezku stjórnarinnar, ef þessir þrír flokkar
gæti jafnað sakirnar viðunanlega sín á milli, svo að þeir rnætti
treysta hver öðrum án tilhlutunar erlends valds. En það sam-
komulag hefir ekki fengist. Og hver vill þá kasta þungum steini á
Englendinga fyrir það, að þeir eru tregir til að veita Indlandi það