Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 26
376 uöum í grend við Wynyard, og einnig fólk úr söfnuðunum í Mozart og Kandahar. Var það vitanlega fjölmennasta guðsþjónustan. þar vestra aö þessu sinni; söngur var þar mikill og góður. Meðan eg dvaldi vestra skirði eg 18 börn þar i bygðinni. Einnig jarðsöng eg þrjár manneskjur er létust þar um 'þær mundir: Solveigu Thorsteinsdóttur, liáaldraða konu, móðursystur Björgvins tónskálds Guðmundssonar, er um all-langt skeið hafði átt heimili hjá Thorsteini systursyni sínum og konu hans, í grend við Leslíe, Guðjón Vopna, einnig liáaldraðan, er um 10 ára skeið hafði verið blindur og rúm- fastur og krosámæddur, bjó hann á heimili sonar síns Jóns í Kanda- liar, og Baldvin Johnson, bónda á sextugs aldri, sem heima átti fyrir súðaustan Leslie. Dó hann af hitaslagi 1. ágúst. í Mozart stýrði eg einkar ánægjulegri sanrkomu, sem hinn mynd- arlegi sunnudagaskóli í Mozart hélt, þriðjudaginn 21. júlí. Og líka var mér sú virðing auðsýnd að láta mig stjórna hinni stórmyndarlegu silfurbrúðkaupsveizlu, sem bygðin í Mozart hélt undir forystu kven- íélagsins til heiðurs hjónunum Páli og Guðnýju Thomasson og Stefáni og Stefaníu Núpdal. Streymdi þar fram eitthvert hið mesta mælsku- flóð, er eg minnist að hafa lent í á síðari árum! Mun það mest hafa verið vinsældum silfurbrúðhjónanna að kenna! í Kandahar vorurn við í samkvæmi, er haldið var miðvikudaginn 22. júlí i hinum fagra garði við heimili þeirra Mr. og Mrs. E. Helga- son. Safnaðarfólk stóð fyrir þeirri samkomu, og hélt hana okkur til glaðningar, og til að gefa okkur kost á að heilsa sem flestu af bygð- arfólkinu. Enda voru flest allir íslendingar í þvi bygðarlagi viðstadd- ir og stundin hin skemtilegasta. Hallgrimssöfnuður í Hólabygð hélt okkur fagnaðarmót með þeim hætti að þegar eg messaði þar sunnudaginn 26. júli komu konur þang- að með kaffi og matföng með sér. Eftir messu var svo slegið upp veizlu, er allir viðstaddir tóku þátt í. Þetta var ein af hinum sérlega hugljúfu stundum. Þennan sama sunnudag (26. júlí) messaði eg líka í Leslie og Elfros, og vorum við í boði hjá Mr. og Mrs. Thor Guðmundson eftir kveldmessuna í Elfros, ásamt með stórum vinahóp. Þaðan fórum við til Leslie heim með hjónunum Mr. og Mrs. W. H. Paulson, og gistum næstu nótt hjá þeim. Fanst okkur dásamlega skemtilegt og gott að gista hjá þeim, en þó ekkert betra en við bjuggumst við; því við voru þaul- kunnug þeirra frábæru gestrisni. Að Wynyard vorum við gestir i hinu frábærlega myndarlega kveðjusamsæti, sem þjóðræknisfélags deildin í Wynyard hélt hr. Björgvin tónskáldi Guðmundssyni, frú lians og dóttur. Fór þetta samsæti fram í stórum, fallegum garði við heimili þeirra Mr. og Mrs. S. B. Johnson suður af Wynyard, sunnudaginn 2. ágúst að messunni afstaðinni, er eg áður nefndi. Fékk eg að taka þar til máls ásamt með mörgum fleirum. Var þar söngur góður, svo sem vænta mátti á slíkri

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.