Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 9
359
ur. “Nema að einhver engill haldi verndarhendi sinni yfir þeim,
hefÖu þau heldur átt aÖ sæta sinni verstu meÖfer'Ö af hálfu óvina
sinna, en hætta sér út á eyÖimörkina.”
Eg get gert mér í hugarlund hvernig alt atvikaÖist. Maðurinn
stóÖ við vinnu sína, barnið svaf í vöggunni, konan hafði farið út
til að sækja vatn. Þegar hún var komin tvö skref frá dyrunum,
hefir hún séð óvini koma æðandi. Hún hefir hraðað sér aftur inn
i húsið, þrifið barnið í fang sér, hrópað til manssins að fylgja sér
eftir og haldið af stað. Síðan hafa þau verið á flótta dögum sam-
an; þau hafa áreiðanlega ekki unnað sér augnabliks hvildar. Já,
þannig hefir alt atvikast, en engu að síður segi eg, ef enginn engill
heldur verndarhendi sinni yfir þeim—
Þau eru svo óttaslegin, að þau finna hvorki til þreytu né
annara þjáninga, en eg sé hvernig þorstinn skín úr augum þeirra.
Og eg ætti svo sem að kannast við ásýnd þyrsts vegfaranda.”
Og er pálmanum kom þorstinn í hug fóru krampateygjur um
hávaxinn stofn hans, og fliparnir fjölmörgu á löngunr blöðunum
vöfðust saman eins og þeir hefðu hitnað af eldi.
“Væri eg mannvera,” mælti pálminn, “myndi eg aldrei hætta
mér út á eyðimörkina. Sannarlega er hver sá hugrakkur, sem
vogar sér þangað án þess að eiga djúpar rætur, sem ná niður í
hinar óþrjótandi vatnsæðar. Hér er hætta á ferðum jafnvel fyrir
pálmatré. Meira að segja fyrir slíkt pálmatré sem mig.
Fengi eg lagt þeim heilræði, myndi eg grátbæna þau að hverfa
aítur. Óvinir þeirra myndu aldrei verða þeim eins grimmúðugir
og eyðimörkin. Ef til vill halda þau, að auðvelt sé að lifa úti á
eyðimörkinni. Hitt veit eg, að eg hef jafnvel stundum átt fult i
fangi með að hakla í mér lífinu. Eg man eftir því eitt sinn á æsku-
árum mínum, að stórviðri hvolfdi yfir mig heilu fjalli af sandi.
Við sjálft lá að eg kafnaði. Og hefði eg verið dauðlegt, myndu
dagar mínir þá hafa verið taldir.
Pálmatréð hélt áfram að hugsa upphátt að hætti gamalla ein-
búa.
“Eg heyrði dýrðlegan, hljómfagran ]?yt hvína í laufkrónu
minni,” mælti það. “Titringur hefir hlotið að fara um flipana á
öllum laufum mínum. Ekki veit eg hvað gagntekur mig við að
sjá þessa vesalings vegfarendur. En þessi sorgmædda kona er svo
fríð sýnum. Hún vekur hjá mér endurminninguna um dýrðleg-
asta atvik æfi minnar.”
Og við hrynjandi hljómfall titrandi laufanna, rifjaði pálma-
tréð upp fyrir sér atburð þann, endur fyrir löngu, þegar tvær
glæsilegar mannverur höfðu koniið á gróðurblettinn í eyðimörk-