Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 30
380
Kínverjar hafi rofið á sér samninga og segjast full-færir um að
jafna þær sakir án aSstoðar frá öðrum þjóðum—sem mun vera
satt, ef þeir eru til þess búnir aö rétta hlut sinn með ófriði. Þykj-
ast þeir ekki þurfa, í þessu sambandi, að taka verulegt tillit til
stöðu sinnar í þjóðbandalaginu, eða til Kellogg-samningsins, sem
þeir hafa þó undirritað.
Ófriðar-urgur þessar voru í algleymingi snemma í nóvember,
þegar vopnahlés-afmælið fór í garð og kristnir kennimenn og aðrir
hugsjóna frömuðir niéhningarþjóðanna voru önnum kafnir við að
flytja friðarkenninguna, bæði í ræðu og riti, með þeim áhrifamestu
orðum, sem ]?eir áttu til í eigu sinni. En sá boðskapur rnátti sín
lítils einmitt þar, sem mest var þörf á honum. Ófriðarblikan vildi
ekki þokast niður aftur. Ástæðurnar fyrir þessu eru fróðlegar og
mikilvægar þegar að þcim er gáð. Deilan, sem nú stendur yfir
milli Asíu-þjóðanna, er sláandi dæmi því til sönnunar, að meira
þarf en fögur orð eða jafnvel aðsópsmikil skuklbindingaskjöl til
þess að tryggja heimsfriðinn, svo að vel sé.
Lítum á þessar þjóðir, sem nú deila. Annars vegar eru Jap-
anar, tápmikil þjóð, framsækin, fjölmenn, saman þjöppuð á eyja-
klasa litlum nálægt ströndum Asíu. Tala þjóðarinnar er um sextíu
miljónir; en landið, sem hún byggir, er ekki stærra en svo, að þar
eru 350 manns um hverja fermílu. Og ekki þar með búið: aðeins
íjórði partur af heimalandi Japana er hæfur til ræktunar. svo að
þar eru 1400 manns, eða betur til, um hverja ræktaða fermílu.
Auk þessa vex fólksfjöldinn unnvörpum á ári hverju. Geta því
allir séð, hvar skórinn kreppir að í eyjaveldinu. Japanar þurfa
annað hvort að auka landeignir sínar og styðja að útflutningi, eða
að efla iðnað og.verzlun, svo að þjóðin svelti ekki í hel. Og síðara
ráðið kemur nokkurn veginn í sama stað niður eins og hið fyrra;
því að Japanar hafa ekki hráefni heirna fyrir til að halda við
iðnaðinum. Hér er þá líklega aðalorsökin til þess, að Japanar
tiafa á síðari árum þótt nokkuð ágangssamir við nábúa sína.—En
]iað er af Kína að segja, að landið gefur tækifæri til ágengni, eins
og sakir standa. Þjóðin sundruð og veikluð af innbyrðis óeirðum,
héruð liennar víða rík af hráefnum, sem Japönum koma i góðar
þarfir, og ekki þéttbvgðari en svo, sumstaðar, að öðrum, sem hafa
búið við enn meiri þrengsli, þykir gott að flytja þangað. En Kin-
verjar, þó sundraðir séu og óstyrkir, hafa þó vakandi gætur á
nábúum sínum og áleitni þeirra, sem von er.
Þetta er þá vandamálið austur þar. Annars vegar þjóð, sem
nauðsyn rekur til útsóknar; hins vegar þjóð, sem ekki vill láta