Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 16
366
þess þau geti orðiS ávaxtarik tré, þegar þau verða stór. Um þetta
biÖja þau daglega.
Hið mikla blómaskraut, sem þekur jörðina eins langt og
augað eygir, bendir til þess að kærleikur Guðs dreyfir sér um
alla jörðina. Og að ekki er nokkur sá staður þar sem ekki er Guð
að finna.
Þú sérð enga sól, og þó er svo undur bjart alstaðar umhverf-
is. Það, meðal annars, sýnir nálægð Guðs. Það er dýrð Guðs,
sem skín á þennan stað og gjörir hann bjartan.
Hér er leyft að dvelja öllum sönnum ástvinum og lærisvein-
um Drottins Jesú Krists. Þeir eiga hér daglegan fagnaðarfund
og dýrlega jólahátíð með honum, það er áfangahátíð hinnar ó-
endanlegu jólahátiðar á himnum.”
Það leið hægur og blíður vindblær um jörðina. Þúsundir
trjáa og blóma hneigðu sig til samþykkis við orð þess, sem talaði.
Þá hevrðist hjartnæmur og skær söngur; eins og þegar
margar raddir sameinast í söng.
Söngur þessi var raddir þeirra, sem eiga eilífa jólahátíð með
Guði á himnum. Þær lýstu því hve mikil sæla það er að fá að
vera hluttakandi í þeirri hátíð. Og hversu sú dýrlega jólahátíð
er fagnaðarrík.
Söngurinn endaði með jólasálmi þeim, sem englar Guðs
sungu yfir völlunum við Betlehem á hinni fyrstu jólahátíð :
Dýrð sé í upphæðum Guði, og á jörðu friður meðal manna,
sem velþóknun er á.
—5-. S'. C.
Barátta og bjartsýni
(Áramóta hugvekja)
Eftir Séra Harald Sigmar.
Efesus, 6, 12-17.
Það hefir borið æði rnikið á bölsýni í seinni tíð hjá næsta
mörgu fólki. Eða svo hefir mér fundist. Eg hefi fundið það hjá
sjálfum mér og öðrum. Eg á von á að margir fleiri hafi til þess
fundið. Bölsýni þetta stafar af öfugstreymi í umsýslu og stjórn-
málúm, og af óeðlilegri skifting auðs og efna og fleiru, senr þessu
er skylt; því þetta ástand flytur í fótsporum sínum erfiðleika fyrir
mikinn meirihluta fólksins. Mig hefir oft langað til að gjöra þetta