Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 17
367 aö umtalsefni, aí ]?ví eg hefi fundiíS þörfina til að eiga sem heil- brigÖast hugarþel og aöstööu gagnvart þeim málum eins og öðrum. En eg hefi átt erfitt með að komast að því efni á þann hátt, er eg óskaði að gjöra; því það var ekki fyrst og fremst minn boðskapur, sem eg vilcli flytja, heldur sá boðskapur, sem bygðist áreiðanlega á málstað kristindómsins og kenningu Krists. Fyrir nokkru síðan var eg svo að hugsa um þessi orð í Efesus-bréfinu, sem eg vitna til við byrjun þessa máls, og sýndist mér þá a'ö þar vera eins og beint til vor talað um það, hvernig vér ættum að haga oss í þessari baráttu: “Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við Idóð og hold, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrk- urs, við andaverur vonzkunnar í himingeimnum. Fyrir því skuluö þér taka alvæpni Guðs til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi, og getið að öllu yfirunnu staðist. Standið því girtir sannleika um lendar yöar og klæddir brynju réttlætisins, og skó- aðir á fótum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins, —og takið ofan á alt þetta skjöld trúarinnar, sem þér getið slökt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda; takið hjálm hjálpræðisins og sverð andans, sem er Guðs orð.” (Efesus 6:12-17). Finst yður ekki, að hér sé boðskapur, sem tali beint til vor út af erfiðleikum yfirstandandi tíma? Finst yður ekki aö vér fá hér hollar og ágætar bendingar í sambandi við þessi mál ? Er ekki hægt að virða fyrir sér þessi viturlegu orð og hugsa svo: “Einmitt svona þurfum við að nálgast baráttuna. Á þessum leiðum liggur sigurvissan ?” í þessu sambandi hugsaði eg líka til hins fagra sálms eftir séra Valdimar Briern, sem hneigist að svipuðu efni. Þar eru fagrar hugsanir, sem líka tala til vor á þessum tímum. Eg þykist skilja að sálmaskáldið hafi þó í lniga dýpri skugga en þá, sem hér ræðir um. En það má að nokkru leyti heimfæra orðin í þessu sambandi: “Það er svo oft í dauðans skuggadölum að dregur myrkva fyrir lífsins sól; mér sýnist lokað ljóssins gleðisölum, öll lokin sund og fokið hvert í skjól. Ó Guð, lát enn þó ætið skina mér opinn himinn þinn, að dýrð eg sjái þína. (Sálmur 248) Hjvernig getum vér þá í sem styztu máli gjört oss grein fyrir þessum boðskap, sem hér er fluttur? Mér finst það vera fyrst og fremst boðskapur um bjartsýni á hverju sem gengur. Það er vissu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.