Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 18
368 lega boÖskapur um meiri nægjusemi, en oft kemur fram hjá oss mönnunum. Það er boðskapur um aÖ bugast ekki í baráttunni, heldur berjast áfram meö stöðuglyndi. Það er boðskapur um að berjast með vopnum Guðs, en alls ekki með vopnum þeirra lægri og óheiðarlegri hvata, sem óendurfædd og óhelguð manssálin hlyti, svo sem að sjálfsögðu að grípa til. Eg sé á hinn bóginn engan boðskap í þá átt að oss sé ætlað að láta troða á rétti vorum eða traðka undir fótum alt velsæmi og alla sanngirni, án þess að hreifa oss til mótstöðu eða varnar. En eg þykist lesa það út úr þessum boöskap, að vér eigum ekki að nálgast baráttuna með kveinstöfum og örvænting, né heldur með illindum, vonzku og ósanngirni. Það er eins ljóst og dagurinn, að við eigum ekki að beita svikum móti svikum, eigingirni móti eigingirni, eða synd móti synd,—heldur ávalt að berjast með vopnum Guðs, þessvegna ávalt heiðarlega, göfugmannlega, með liag og hamingju heildarinnar fyrir augum. Ávalt á að berjast af einu og sama aflinu,—afli kærleikans. Þó hlýtur kærleikurinn vitanlega í viðureign við syndina að koma fram í mynd logandi og brennandi fyrirlitningar. En aldrei má andstygðin á syndinni verða að andstygð á þeim. sem syndin hefir hremt í klóm sínum. En nú er líka önnur hliö þessa boðskapar, sem þarf einnig að athuga. Og ef vér tileinkum oss afstöðu þessa postullega boð- skapar, hygg eg að hugarþel vort gagnvart ástandinu í heiminum geti orðið hollara og réttara en stundum virðist vera. Postulinn segir: “Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við blóð og hold, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonzkunnar í himingeimnum.” Vér þurfum því að muna, að barátta vor er ekki fyrst og fremst viö menn eða jafn- vel stéttir. Það er ekki barátta við auðmenn og miljónamæringa eða stjórnmálamenn i hærri eða lægri stöðum. Það er ekki barátta við neina menn. Það er barátta við syndina og öfl myrkursins. Hvar sem syndin og myrkraöflin æða, hvort sem þau opinberast 't starfi eins eða annars manns eða einnrar eða annarar stéttar, þá er baráttan ávalt við þau öfl. Hvíldarlaus, hlífðarlaus, sjálfs- fórnarandi, þjónustusöm barátta mannanna vegna, móti þeim illu öflum myrkursins. Það á æfinlega að vera barátta í Jesú nafni. Þaö á ávalt að vera barátta með alvæpni Guðs. Þessvegna verður það þá barátta, þar sem enginn má beita óheiðarlegum vopnum eða rangsleitni við nokkurn mann. Altaf eigum vér í þeirri bar- áttu að vera hermenn Guðs, en ekki hermenn heims-andans. Nauðsynlegt er nú líka að muna, að þó við séum ef til vill

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.