Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 21
37i
A gamlársdag
(Brot)
Sem svanur stúrinn eg sit í búri við sólarlag.
Með fornum gerðum og gömlu sverði eg geng í slag ;
eg hlýt, eg verð að letra lag
um lífsins ferð, þennan gamlársdag.
Enn sé eg voðann og bölva-boðann, þú bf.eyska öld,
að alt er glundur og tjón og tundur og trúin köld.
Sé bót ei fundin, þá kemur kvöld,
þá kallar stundin á refsigjöld.
1 djúpi angur, hið ytra flangur, eg ætla sé,
þá ýtar hæða þau æðstu gæði, en elta fé,
og láta ei mæða sig last og spé,
þó leiki á þræði öll heilög vé.
Þér storðar synir, þér sterku hlynir, til stríðs eg kveð,
og hrundin l)jarta með hreinu skarti og hauklegt geð:
Ó, legðu art við hvert lítið peð,
Þá lyftist hjartað og Guð er með !
Þó ógni stríðin og tvísýn tíðin, mín trú er hraust
á rök hins góða og sigur þjóða, þótt sýnist haust.
í lífsins óði býr endalaust
vor æskumóður og sigurtraust.
Kveð eg svo lýð og bið að bíða hvert böl og tár:
heilagur andi á legi og landi lækni sár!
Eining í vanda, unaður hár
i elskunnar bandi! Gleðilegt ár !
M. Joch.