Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 21
37i A gamlársdag (Brot) Sem svanur stúrinn eg sit í búri við sólarlag. Með fornum gerðum og gömlu sverði eg geng í slag ; eg hlýt, eg verð að letra lag um lífsins ferð, þennan gamlársdag. Enn sé eg voðann og bölva-boðann, þú bf.eyska öld, að alt er glundur og tjón og tundur og trúin köld. Sé bót ei fundin, þá kemur kvöld, þá kallar stundin á refsigjöld. 1 djúpi angur, hið ytra flangur, eg ætla sé, þá ýtar hæða þau æðstu gæði, en elta fé, og láta ei mæða sig last og spé, þó leiki á þræði öll heilög vé. Þér storðar synir, þér sterku hlynir, til stríðs eg kveð, og hrundin l)jarta með hreinu skarti og hauklegt geð: Ó, legðu art við hvert lítið peð, Þá lyftist hjartað og Guð er með ! Þó ógni stríðin og tvísýn tíðin, mín trú er hraust á rök hins góða og sigur þjóða, þótt sýnist haust. í lífsins óði býr endalaust vor æskumóður og sigurtraust. Kveð eg svo lýð og bið að bíða hvert böl og tár: heilagur andi á legi og landi lækni sár! Eining í vanda, unaður hár i elskunnar bandi! Gleðilegt ár ! M. Joch.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.