Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 28
378 komast af stað. Snemma neyttum við hins bezta morgunverðar hjá Mr. og Mrs. Harald Helgason í bænum, ætluðum við síðan strax af stað, en það lenti í snúningum að afráða hvaða braut skyldi taka, og fór þá svo að við höfðum aftur kaffisopa hjá Mr. og Mrs. Paul Bjarnason, áður en við lögðum út í regnið kl. 10 f. h. Brautin var ekki greiðfær frarnan af, en alt gekk þó slysalaust. Til Yorkton komum við kl. 4. Við fórum þar heim til frænda mlíns S. W. Steinson, skólastjóra, og konu hans, og varð það úr að við hvíldum okkur þar eina tvo tíma. Þau tóku okkur frábærlega vel, og veittu okkur hinn ágætasta kveldverð, og vorum við svo hresst eftir að hafa komist í hendur þeirra, áð okkur fanst helzt að við myndum geta ferðast það sem eftir var um kveldið. En við létum það nægja að fara 125 mílur, og gistum um nóttina í Dauphin, Man. Þaðan fórum við aftur föstudagsmorguninn 7. ágúst kl. 7 f. h., áleiðis til Winnipeg. Þar er ágætis vegur, og útsýnið var mjög fallegt þar í grend við “fjöllin”; því veður var líka dýrðlegt. Til Winnipeg komum við laust eftir kl. 2 e. h. En þá vorum við að verða þreytt. En þáð gleymdist fljótt; því við hvildum okkur og hrestum svo vel á heimilum systra minna, Sigrúnar og Margrétar. Við vorum því eins og “nýjar mann- eskjur” er við lögðum af stað heim frá Winnipeg kl. 7.301 e. h. Og heim komum við kl. 11 e. h. Það var gott að korna heim eins og ávalt og var nú enn betra en við hefði mátt búast, þar sem fyrir var tengda- faðir minn og tengdabróðir, Dr. H. F. Th., ásamt fjölskyldu sinni. Lengi munum við eiga ljúfar og góðar endurminningar frá þessari ferð. Það er tæpast unt að njóta svo mikillar skemtunar, svo ein- lægrar alúðar og svo hlýrrar góðsemi, eins og við urðum aðnjótandi í þessari ferð, án þess að muna það lengi og geyma það í þakklátu hjarta. EFTIRMÁLI Þessi grein varð til fyrir æði-löngu síðan, en sökum lasleika á heimilinu og ferðalaga, gleymdist að koma henni á framfæri. Nú verður komið nærri jólum er hún loksins kemur til dyra. Langar okkur hjónin því, að með henni fylgi jóla-kveðja frá okkur og börnunum til vinnanna mörgu í Vatnabygðum í Sask. Okkur er kunnugt um það, að hagur bygðarinnar og bygðarfólksins stendur nú ekki með þeim blóma, sem stundum hefir áður verið. Jólahaldið verður ef til vill að einhverju leyti með eitthvað öðrum blæ en verið hefir áður fyr. En hvað sem því líður vitum við 'þó, að það er unt að eiga þar enn góð og gleðileg og dýrmæt jól. Það er ekkert fyrir hendi sem þurfi að skyggja á jólafögnuðinn insta og æðstay—ekkert, sem þurfi að byrgja jólaljósið eilífa. Með þá björtu hugsun í huga óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og góðs og farsæls árs.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.