Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 20
370
mannfélagsmálin og viÖ eilífðarmálin. Stundum mun fastan vera
slík stund í lífi ýmsra einstaklinga, stundum líka þakkarhátíÖin
eÖa þaÖ tímabil ársins. En engin stund virÖist þó eÖlilegri til þess
að leiða menn með djúpri alvöru að slíkum athugunum, en ára-
mótin. Við þessi áramót, sem nú nálgast, stöndum vér andspænis
þessu öfugstreymi og þessum erfiðleikum, sem á hefir verið minst,
jafnframt því að standa andspænis mörgum öðrum umhugsunar-
efnum, sem við höfum oft áSur horfst í augu við. Hvernig eigurn
vér þá að nálgast það umhugsunarefni ? Og hver á niðurstaðan
hjá oss að verða?
Oss verður það sjálfsagt fullljóst, að nú eru tímar sérstakra
erfiðleika, fátæktar og skorts, sem skapast af óeðlilegum ástæðum,
sem oss virðist að ætti að vera auðvelt að lagfæra, þó að þaö gangi
svona illa. Búast má við að ýmsum kunni að finnast, að þeir hafi
fyrir færri gjafir að þakka en stundum fyr. Þó er Guði fyrir
lífið að þakka og fjölmargar gjafir,—heilsu, gleði og náð á náð
ofan. Skyldum vér ekki líka geta fundið hjá oss hvöt til að þakka
honum fyrir lexíur baráttunnar og örSugleikanna ? Það væri sigur
í slíkri afstöðu. Og ef við eigum vonina og trúna í hjartanu, meg-
um við þakka Guði fyrir þá náð. Því þar er örugg hjálp til að
sigra örðugleikana.
Sjálfsagt er að vér verðum nú að fara á mis við margt. Ekki
einasta það, er vér höfum kallað munað, heldur líka það, sem vér
höfum tamið oss að nefna nauðsynjar. Það verður margt erfið-
ara en áður fyr. Ekki þurfum vér þó að sleppa trúnni, ekki þurf-
um vér að glata voninni, ekki þurfum vér að kasta burtu frá oss
sigurvissunni.
Vér getum sjálfsagt ekki gjört eins mikið og stundum fyr
til að hjálpa bágstöddum, gleðja mædda, og hjálpa fram góðum
fyrirtækjum. En þó getum vér miklu orkað í þá átt með góðum
vilja. Engin stór spor til framfara og þroska, er líklegt að vér
stígurn nú á yfirstandandi tíð, í sambandi við félagsmál vor og
íélagsstörf. En vér getum vel haldið i horfinu, ef viljinn er góð-
u'r.
Um leiö og vér ]jví hneygjum höfuð vor auðmjúkir um áramótin
til að þakka velgjörðirnar, kærleikann og náðina alla, skulum vér
heita Guði vorum því, og heita oss sjálfum því líka, að berjast
áfram í bjartsýni, nægjusemi og trú, með vopnum Guðs og i anda
Jesú Krists til sigurs fyrir sjálfa oss og aðra á komanda ári.