Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 8
358 Þar sem hiÖ stórvaxna pálmatré stóíS einmana og horfði út [yfir eySimörkina, kom það dag einn auga á óvænta sjón, sem fylti það slíkri undrun, að víÖfeðm laufkróna þess vaggaöist fram og aftur á grönnum stofninum. Úti viÖ brún eyÖimerkurinnar komu tvær mannverur fótgangandi einar saman. Þær voru ennþá svo langt í burtu að úlfaldar þeirra sýndust á stærð við maura; en það var ekkert vafamál, að þar voru tvær mannverur á ferð. Tvær mannverur, sem aðkomandi voru i eyðimörkinni, því pálmatréð þekti eyðimerkurbúana. HJér voru á ferð maður og kona, sem hvorki höfSu leiðsögumenn né áburðardýr né tjald né heldur vatnsbelg meðferðis. “Sannarlega,” mælti pálmatréð við sjálft sig, “eru mannver- ur þessar hingað komnar til að deyja.” Pálmatréð svipaðist skyndilega um. “Mig furðar á því,” mælti það, “að Ijónin eru ekki komin á faraldsfót til að elta bráð þessa. En eg sé ekki einu sinni eitt þeirra á ferli. Eigi fæ eg heldur séð neinn af ræningjum eyði- merkurinnar. En eflaust koma hvorutveggja á kreik bráðlega.” “Sjöfaldur dauðdagi bíður vegfarendanna,” hugði pálma- tréð. “Ljónin rífa þá í sig, höggormarnir stinga þá, þorstinn kvrkir þá, sandstormurinn grefur þá, ræningjarnir vega þá, sól- stungan brennir þá, og hræðslan tortímir þeim.” Og tréð reyndi til að hugsa um eitthvað annað. Það komst við af örlögum þessara mannvera. En á víðlendri eyðimörkinni, sem blasti við sjónum við fætur pálmatrésins var enginn sá hlutur, sem það hafði eigi þekt og virt fyrir sér ár-þúsundum saman. Þar var ekkert til að draga að sér athygli þess. Ósjálfrátt hvarflaði hugur þess aftur að vegfarend- unum tveim. “f nafni þurksins og stormsins,” mælti pálmatréð, ákallandi erkióvini alls lifandi, “hvað er þaS, sem konan heldur á á handlegg sér? Ekki sé eg betur en, að heimskingjar þessir hafi einnig hvit- voðung í för með sér !” Pálmatrénu, er var fjarsýnt, eins og títt er um hina aldur- hnignu, hafði ekki missýnst. Á handlegg sér hélt konan á barni, sem hvíldi böfuðið á öxl hennar og svaf. “Barnið er ekki einu sinni nógu vel klætt,” mælti pálmatréð. “Eg sé, að móðirin hefir brotið upp kyrtil sinn og varpað honum utan um það til skjóls. í mesta flýti hefir hún gripið Ijarnið upp úr vöggu þess og hraðaö sér á brott með það. Nú skil eg hvernig í öllu liggur: vegfarendur þessir eru flóttamenn.” “En þau eru flón engu að síður,” sagði pálmatréð ennfrem-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.