Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.12.1931, Blaðsíða 10
360 inni. ÞaÖ var drottningin frá Saba, sem þangað hafði komið, en í fylgd með henni var hinn spakvitri Salomó. Hin fagra drottning varð að hverfa heim til lands síns, konungurinn hafði fylgt henni á leið, og nú var skilnaðar-stund þeirra komin. “Til minningar um stund þessa,” mælti drottningin, “gróðurset eg döðlu-kjarna í jarðveg þenna, og mæli svo um, að upp af honum spretti pálmatré, sem lifa skal og vaxa þangað til að fram kemur í Gyðingalandi konungur, sem meiri er en Salomó.” Að svo mæltu huldi hún kjarnann moldu og vætti hann í tárum sínum. “Hjvernig stendur á því að eg hugsa um þetta einmitt í dag?” mælti pálmatréð. “Getur það verið, að ferða-konan sé svo fögur, að hún minni á hina dýrðlegustu allra drottninga, á hana, sem mælti orðin þau, sem verið hafa mér lífslind og þroska fram á þennan dag?” "Eg heyri að hærra þýtur í laufum mínum,” mælti páírha- tréð,” og er þar sem hljómi angurblíður feigðar-söngur. Það er eins og þyturinn boði, að einhver eigi brátt líf sitt að láta. Gott er til þess að vita, að ekki er um mig að ræða, þar sem eg er ódauðlegur.” Pálmatréð komst að þeirri niðurstöðu, að feigðar-söngurinn hlyti að eiga við vegfarendurna tvo. Yissulega trúðu þau því einnig sjálf, að þau ættu ekki langt eftir ólifað. Það var auðsætt af svip þeirra, er þau fóru fram hjá einni af úlfalda beinagrindum þeim, sem lágu meðfram veginum. Það var einnig auðsætt af' aitgnaráði því, sem þau sendu nokkrum gömmum, sem fram hjá flugu. Það gat ekki öðruvísi farið. Þau hlutu að tortímast. Þau höfðu nú komið auga á pálmatréð og gróðurblettinn og hröðuðu för sinni þangað í leit eftir vatni. En loks er þau náðu þangað, hrukku þau saman af örvilnun, því að uppsprettan var þornuð upp. Dauðþreytt lagði konan barnið niður á jörðina og settist grátandi við uppsprettuna. Maðurinn varpaði sér niður við hlið hennar og barði jörðina með knýttum hnefum. Pálmatréð heyrði að þau töluðu um það, að þau hlytu að deyja. Hann heyrði einnig af tali þeirra, að Heródes konungur hafði látið myrða öll börn, tveggja eða þriggja vetra, af ótta fyrir þvi, að fæddur væri hinn mikli konungur Gyðinganna, sem koma átti. “Það þýtur enn hærra í laufum mínum,” mælti pálmatréð. “Þessir vesalings útlagar munu brátt sjá upp renna hinstu stund sína.” Hanu varð þess einnig áskynja, að þau óttuoust eyðimörkina. Maðurinn sagði, að betra hefði verið að bíða hermannanna og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.