Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 6
5. mars 2011 LAUGARDAGUR6 LÖGGÆSLA „Varnaðarorð lögreglu eru þess eðlis að það verður hrein- lega ekki undan því vikist að grípa til sértækra aðgerða,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra, spurður um aukafjár- veitingu til löggæslustarfa. Ríkisstjórnin samþykkti í gær þá tillögu innanríkisráðherra að veita fjármunum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað og verður 47 milljónum króna veitt til þess. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli því áfram. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera tvennt til að styrkja löggæsl- una í landinu, að veita viðbótarfjár- magni til lögreglunnar í baráttu hennar við glæpahópa og breyta löggjöfinni til að rýmka heim- ildir lögreglu í glímu hennar við ofbeldis menn,“ segir innanríkis- ráðherra. Lögreglan varar við því að alvar- leg skipulögð glæpastarfsemi sé að færast í vöxt hérlendis og að alþjóð- legir glæpahringir séu að skjóta hér rótum. - jss Innanríkisráðherra segir ekki undan því vikist að grípa til sértækra aðgerða: Lögregla fær nær 50 milljónir PI PA R\ TB W A SÍ A 11 05 71 Styrkir úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr Stjórn Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr hefur ákveðið að veita styrki samtals allt að 15 milljónum króna í tilefni af 30 ára afmæli sjóðsins og 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Tilgangur sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2011. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins á sjóðavef Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is, og á vefslóðinni www.ludvigstorr.is. Umsóknir skulu sendar í ábyrgðarpósti til Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður P. Gíslason í síma 861 3173. Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir N Skráning og fyrirspurnir í símum 53401100, 8220043 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar FRÁ BLAÐAMANNAFUNDI INNANRÍKISRÁÐHERRA Í FYRRADAG Löggæsla í landinu verður styrkt með tvennu móti, segir Ögmundur Jónasson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsingasími DÓMSMÁL Tveir menn voru á fimmtudag dæmdir í fangelsi fyrir „frelsissviptingu, stórfellda líkams- árás, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar“ auk fíkniefnabrota. Mennirnir, Eyþór Helgi Guð- mundsson og Gestur Hrafnkell Kristmundsson, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs og tuttugu mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Norður- lands eystra. Brot mannanna eru sögð alvarleg, hrottafengin og niður- lægjandi. Mennirnir héldu ungum manni föngnum í íbúð á Akureyri í ágúst 2009. Þeir beittu hann miklu ofbeldi, köstuðu meðal annars logandi papp- ír í hann. Þá var hann stunginn með blóðugri sprautunál með þeim afleiðingum að hann smitaðist af lifrarbólgu C. Ástæða árásarinnar var fíkni- efnaskuld fórnarlambsins, en upp- hæð hennar var mikið á reiki. Fórnarlambið taldi að skuldin hefði numið 30 þúsundum króna en annar árásarmannanna um 200 þúsund- um. Fórnarlambið hringdi í foreldra sína úr prísundinni og sagðist þurfa að borga allt að einni milljón króna til að losna. Mönnunum var gert að greiða fórnarlambi sínu rúmlega 960 þús- und krónur í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum. Héldu manni föngnum næturlangt og beittu hann ofbeldi vegna skuldar: Dæmdir fyrir hrottafengna árás HÉRAÐSDÓMUR NORÐURLANDS EYSTRA Mennirnir voru dæmdir í héraðsdómi á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Óttast þú átök vélhjólagengja? Já 70,7% Nei 29,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Langar þig að sjá hljómsveitina Eagles á tónleikum hér á landi? Segðu þína skoðun á Vísir.is. WASHINGTON Hæstiréttur Banda- ríkjanna úrskurðaði á miðviku- dag að ekki mætti banna baptista- kirkjunni í Westboro í Kansas að mótmæla við útfarir hermanna. Síðustu misseri hefur söfnuður þessi sótt útfarir hermanna með skilti þar sem því er haldið fram að dauði hermanna sé refsing guðs fyrir umburðarlyndi lands- manna í garð samkynhneigðra. Rétturinn úrskurðaði að fram- koma safnaðarins væri varin af ákvæði stjórnarskrárinnar um málfrelsi. - þj Hæstiréttur Bandaríkjanna: Leyfir mótmæli hommahatara LÖGREGLUMÁL Átta félagar vélhjóla- klúbbsins MC Iceland voru stöðv- aðir á Gardemoen-flugvelli í Osló í gær og meinað að fara inn í landið. Þar hugðust þeir taka þátt í inn- tökuathöfn í samtökin Hells Ang- els, eða Vítisengla, sem veitt hafa MC Iceland formlega inngöngu í samtökin. Evrópska lögreglan, Europol, skilgreinir Vítisengla sem skipulögð glæpasamtök. Norska lögreglan á Gardemoen segir rökstuddan grun um að Íslendingarnir hafi ætlað sér að taka þátt í glæpsamlegu athæfi þar í landi og því hafi þeim verið meinað að koma inn í landið. Lög- reglan hafði þá í haldi fram á kvöld í gær en búist er við því að þeir yfirgefi landið í dag. Einar Ingi Marteinsson, formaður MC Iceland, hefur að sögn lögreglu kært brottvísunina. MC Iceland bar áður nafnið Fáfnir en skipti um nafn í ágúst árið 2009 þegar klúbburinn varð opinber stuðningsaðili hinna alþjóðlegu Vítisengla. Síðan hefur klúbburinn beðið eftir formlegri inngöngu í samtökin, sem nú hefur verið veitt. Fulltrúar erlendra Vítisengla- samtaka hafa margoft gert sér ferð til Íslands á undanförnum árum en iðulega verið meinuð inn- ganga í landið, síðast í mars 2009. Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við Stöð 2 í mars í fyrra að stjórn- völd myndu leysa upp félagsskap Vítisengla ef þeir stofnuðu félag á Íslandi en í álitsgerð sem unnin var fyrir ráðuneytið segir að stjórnvöld hafi heimild til þess. Fréttablaðið fjallaði á fimmtu- dag um áhyggjur lögreglu af því að átök brytust út hér á landi milli vélhjólagengja. Nýlega voru stofn- uð hér samtökin MC Black Pistons, sem eru stuðningssamtök vélhjóla- klúbbsins Outlaws, eða Útlaga, en þeir og Vítisenglar hafa víða tekist á um yfirráð á sviðum skipulegrar glæpastarfsemi. Formaður MC Black Pistons er Jón Trausti Lúthersson, sem áður gegndi formannsembætti hjá Fáfni en hrökklaðist síðan úr klúbbnum. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra ræddi um skipulagða glæpastarfsemi á Alþingi á mið- vikudag. Hann sagði allt benda til þess að hún færðist hér óðum í vöxt. Hann sagðist jafnframt sann- færður um að Íslendingar almennt vildu ekki slíka starfsemi og hún yrði ekki liðin. magnusl@frettabladid.is Félagar í MC Iceland orðnir Vítisenglar Vélhjólaklúbburinn MC Iceland hefur fengið formlega inngöngu í alþjóðlegu glæpasamtökin Hells Angels. Átta félögum klúbbsins var meinuð landganga við komuna til Noregs en þeir hugðust taka þátt í inntökuathöfn í Osló í gær. KLÚBBHÚSNÆÐI VÍTISENGLA Félagar í MC Iceland merktu klúbbhúsnæði sitt rækilega í gær í tilefni formlegrar inngöngu klúbbsins í samtök Vítisengla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.