Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 12

Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 12
5. mars 2011 LAUGARDAGUR12 Ekki er ólíklegt að ár líði frá þjóðaratkvæðagreiðslu til dóms hjá EFTA-dóm- stólnum, hafni þjóðin nýjum Icesave-samningi. Þá tæki að öllum líkindum við mála- rekstur fyrir íslenskum dómstólum. Þeir þyrftu svo að leita álits EFTA-dóm- stólsins um vafaatriði í túlk- un á EES-samningnum. Fari svo að Icesave-samningi við Breta og Hollendinga verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl má gera ráð fyrir að ár líði þar til nið- urstaða fæst um málið fyrir EFTA- dómstólnum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur þegar gefið út formlega til- kynningu um að íslenska ríkið sé brotlegt við samninginn um evrópska efnahagssvæðið (EES) í Icesave-deilunni. Ekki er þar með sagt að EFTA- dómstóllinn dæmi Íslandi í óhag, en bent hefur verið á að ESA hefur eingöngu tapað tveimur af 29 samn- ingsbrotamálum sem stofnunin hefur farið með fyrir dómstólinn. Íslenska ríkið hefur frest fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma fram andmælum við álit ESA. „Næsta skref ESA yrði þá rök- stutt álit og það hefur ekki verið gefið út, en það er síðasti áfang- inn í málsmeðferð ESA áður en kemur að málshöfðun fyrir EFTA- dómstólnum,“ segir Skúli Magnús- son, ritari EFTA-dómstólsins. ESA gæfi ríkinu frest til að tjá sig um rökstudda álitið, en að því loknu væri málið í raun tilbúið til máls- höfðunar. Fullnægja þarf frekari skilyrðum Skúli segir að hjá EFTA-dómstólnum hafi alla jafna verið skorið úr og réttað í málum á mjög skömmum tíma. „Um leið og mál er komið hingað þá er það rekið eins hratt og mögulegt er. Það á við um öll mál,“ segir hann. Málarekstur með gagna- öflun og tilkynningum segir hann þó taka sinn tíma. „Það verður alltaf að búast við að minnsta kosti hálfu ári, það væri mettími til að ljúka máli. Meðaltíminn er eitthvað lengri, kannski sjö til níu mánuðir.“ Skúli áréttar hins vegar að EFTA- dómstóllinn dæmi ekki um skaða- bótaskyldu íslenska ríkisins vegna ætlaðs brots, annaðhvort gegn til- skipun um innstæðutryggingar, eða gegn grunnreglunni um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. „Mál sem ESA höfðar vegna þess- ara ætluðu brota snýst strangt til tekið ekki um skaðabótaskyldu, held- ur um það hvort íslenska ríkið hafi fullnægt skyldum sínum gagnvart EES-samningnum. Liggi síðan fyrir að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt, þá kemur upp spurningin um hvort stofnast hafi til skaðabóta- skyldu.“ Verði íslenska ríkið talið brotlegt þarf, að sögn Skúla, að fullnægja frekari skil- yrðum til þess að stofnist til skaðabótaskyldu. „Þau eru einkum skilyrði um að brot sé nægjanlega alvarlegt. Til þess að fá úr því skorið þyrfti að höfða mál, sem ég tel að yrði að öllum líkind- um á Íslandi, gegn íslenska ríkinu og íslenskur dómstóll myndi að öllum líkindum vísa málinu til EFTA-dóm- stólsins og fá ráðgefandi álit,“ segir hann og kveðst í raun telja, að þegar um er að ræða spurningar um skýringu EES-reglna, þá beri dómstólum EFTA-ríkja skylda til að vísa málinu til EFTA-dómstólsins. „Þó að í orði kveðnu sé það bara heimilt, þá eru rök sem mæla með því að íslenskum dómstólum sé skylt að gera það. Annars er hætta á því að komist sé að niðurstöðu sem ekki er rétt.“ Sömuleiðis segir Skúli að færi svo að íslenskir dóm- stólar dæmdu málið með þeim hætti að væri talið samræm- ast EES-samningnum og skuldbind- ingum Íslands samkvæmt honum, þá væri hægt að sjá fyrir sér alls konar framhald á málinu. „Milli- ríkjadeilunni lýkur ekki endilega við niðurstöðu íslenskra dómstóla,“ segir hann. Þannig gæti niður- staða dómsmáls hér kallað á við- brögð frá Evrópusambandinu og meint brot íslenskra dómstóla gegn EES-reglum lent aftur á borði ESA. „Þetta er býsna flókið mat og erfitt að sjá fyrir sér framvinduna.“ Vandi lýðræðisins Peter C. Dyrberg, aðjúnkt við laga- deild Háskólans í Reykjavík og for- stöðumaður Evrópuréttarstofnun- ar HR, segir erfitt að ætla sér að spá fyrir um mögulega niðurstöðu dómsmáls hér á landi um skaðabóta- skyldu, færi svo að mál tap- aðist fyrir EFTA-dómstóli. „En auðvitað er töluverð áhætta fyrir hendi,“ segir hann og biðst undan því að ráðleggja fólki um hvort samþykkja eigi samning- inn eða hafna honum í kom- andi kosningum. „Íslenska þjóðin verður að skera úr um það mál,“ segir hann og kveður vanda lýðræðis- ins endurspeglast í spurn- ingunni um hvort allur þorri þjóðarinnar hafi for- sendur til að leggja mat á málið. Stefán Már Stefáns- son, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands, segist sömuleiðis ekki búinn að gera upp hug sinn um hvernig hann hagar atkvæði sínu í apríl, þótt hann telji landið ekki brot- legt við EES-samninginn. „Ég er ekki kominn svo langt að ég sé mjög sann- færður á hvorn veginn sem er. En ég veit þó eins og er að Iceasave III er langt um betri samningur en lagt var upp með í fyrstu,“ segir hann. Fari svo að mál vegna Icesave tap- ist fyrir EFTA-dómstólnum segir Stefán hins vegar ekki sjálfgefið að Bretar og Hollendingar myndu hefja mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum. „Ísland yrði að byrja á því að fullnægja skuldbindingum sínum og greiða þessar 20 þúsund evrur. Svo yrðu örugglega deilur um vexti líka. Ísland yrði að skilgreina skyldur sínar upp á nýtt og hvenær þeim yrði fullnægt. Ef Bretar og Hollendingar eru ekki ánægðir með þá niðurstöðu þá gætu þeir kært aftur til Eftirlitsstofnunar EFTA.“ STEFÁN MÁR STEFÁNSSON SKÚLI MAGNÚSSON PETER DYRBERG Málinu lýkur ekki hjá dómstóli EFTA Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Lög um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 21/1994. 1. gr. Nú er mál rekið fyrir héraðsdómstóli þar sem þarf að taka afstöðu til skýringar á samningi um Evrópska efnahagssvæðið, bókunum með honum, viðaukum við hann eða gerðum sem í viðaukunum er getið og getur þá dómari í samræmi við 34. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlits- stofnunar og dómstóls kveðið upp úrskurð um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á því atriði málsins áður en málinu er ráðið til lykta. Hvort sem aðili máls krefst að álits verði leitað skv. 1. mgr. eða dómari telur þess þörf án kröfu skal dómari gefa aðilum kost á að tjá sig áður en úrskurður verður kveðinn upp. Kæra má úrskurð héraðsdómara skv. 1. mgr. til Hæstaréttar eftir almenn- um reglum laga um meðferð einkamála eða meðferð [sakamála]1) eftir því sem á við. Kæra frestar frekari aðgerðum samkvæmt úrskurðinum. [...] Lagagreinin óskar eftir þér www.kronan.is Áhugasamir vinsamlegast sæki um á www.kronan.is Kjötstjóri FRÉTTASKÝRING: Hvernig verður ferlið hjá EFTA-dómstólnum hafni þjóðin nýjum Icesave-samningi? ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLA Kjósandi greiðir atkvæði í Laugardalshöll í mars árið 2010. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.