Fréttablaðið - 05.03.2011, Qupperneq 18
18 5. mars 2011 LAUGARDAGUR
Ungur stjórnmálafræðingur, Inga Dís Richter, lýsti nýlega
í Sprengisandi á Bylgjunni reynslu
Finna af þátttöku í margvíslegum
aðgerðum Evrópusambandsins til
þess að ýta undir þróun í dreif-
býli. Niðurstaða Ingu Dísar var sú
að finnskir bændur yndu yfirleitt
frekar glaðir við sitt í sínu dreif-
býli og að Íslendingar gætu lært
mikið af reynslu þeirra, hvort sem
Ísland gerist aðildarríki ESB eður
ei.
Inga Dís lýsir því í meistara-
prófsritgerð sinni hvað hafi gerst í
finnskum landbúnaði eftir að land-
ið gekk í ESB. Þar varð umtals-
verð fækkun bændabýla en þau
sem eftir urðu eru stærri en áður
svo heildarniðurstaðan er að nýt-
ing lands til ræktunar er svipuð
og hún hefur lengi verið og fram-
leiðsla hefur heldur aukist í flest-
um greinum. Hún vitnar í framá-
menn í finnskum landbúnaði sem
segja að þessi þróun sé alþjóðleg og
hefði væntanlega orðið svipuð þótt
Finnar hefðu staðið utan ESB.
Þetta hlýtur að vekja athygli
íslenskra bænda sem merkilegt
nokk hafa upplifað svipaða eða
jafnvel öllu meiri fækkun og stækk-
un býla sinna á undanförnum árum.
Sé litið í Hagtölur landbúnaðarins
kemur í ljós að þeim bændabýl-
um sem hafa greiðslumark í sauð-
fjárbúskap og/eða mjólkurfram-
leiðslu fækkaði um nánast sömu
prósentutölu – rúmlega 30% – og
finnskum bændabýlum á árabilinu
1994 til 2004, fyrsta áratugnum
eftir að Finnar gengu í ESB. Hins
vegar kemur þessi breyting mis-
jafnt niður á búgreinum og sé litið
til mjólkurframleiðslu þá hefur
fækkun framleiðenda orðið enn
meiri hér á landi. Í Finnlandi hefur
hægt á fækkun bændabýla en hér
á landi blasir við að það er lítill
grundvöllur fyrir öllum þeim sauð-
fjárbúum sem hér eru, nema sem
aukagetu meðfram öðrum rekstri
eða starfi bænda.
Byggðastefna sem virkar
Evrópusambandið hefur brugð-
ist við þessari þróun með því að
breyta stuðningi sínum við bændur
og aðra íbúa í dreifbýli. Í stað þess
að veita bændum styrk út á tiltekið
framleiðslumagn, svo sem lítra af
mjólk eða kíló af kjöti, hafa styrk-
irnir verið færðir yfir á flatarmál
ræktarlands og fjölda gripa. Þetta
er meðal annars gert í ljósi þess að
með stækkun býlanna hefur rekst-
ur þeirra orðið betri og arðbær-
ari og þar með minni ástæða til að
styrkja framleiðsluna. Hluti stuðn-
ingsins hefur svo verið fluttur yfir
í umhverfis- og orkumál.
Fækkun bændabýla og aukin
tæknivæðing í landbúnaði hefur
leitt til þess að íbúum í sveitum
hefur fækkað mikið. Við það brest-
ur grundvöllur ýmiss konar þjón-
ustu, svo sem skóla, velferðar-
þjónustu og verslunar. Sveitirnar
hafa dregist aftur úr þéttbýlinu
sem ákjósanleg búsetusvæði og
við það fækkar íbúunum enn frek-
ar. Það er þessi vítahringur sem
dreifbýlisþróunarstyrkjum ESB
er ætlað að rjúfa og ef marka má
reynsluna frá Finnlandi hafa þeir
gagnast býsna vel í því að ýta undir
allskyns aukabúgreinar og rekstur
smærri fyrirtækja sem laða að sér
vinnuafl og íbúa í sveitunum.
Sennilega er það þessi þróun sem
hefur gert það að verkum að flest-
ir framámenn í finnskum landbún-
aði hafa snúist frá heitri andstöðu
við ESB og segjast nú vera hlynnt-
ir aðild Finna. Það gengur einfald-
lega vel í finnskum landbúnaði
þessi misserin og engin þörf á að
dvelja lengur við þá erfiðleika sem
aðild fylgdu í upphafi þegar bænd-
um fækkaði ört.
Höfum hugfast að þeim fækkaði
hlutfallslega jafnört hér á landi. En
hvað hefur verið gert til að mæta
þeirri þróun? Við vitum öll að það
hefur verið afar tilviljanakennt og
ómarkvisst af hálfu hins opinbera
og hagsmunasamtaka, þótt vita-
skuld hafi duglegt fólk bjargað
sér með einhverjum hætti – nú eða
flutt á mölina.
Það er sorglegt að segja frá því
en í röðum forystumanna Bænda-
samtakanna hefur gætt viðvar-
andi áhugaleysis á því að bregðast
við þróuninni með öðrum hætti en
þeim að standa vörð um hið hefð-
bundna styrkjakerfi landbúnað-
arins, auk tollverndar. Menn hafa
tekið allt að því trúarlega afstöðu
gegn aðild að ESB og safnað síðan
rökum gegn henni en bægt frá sér
og bændum öllu því sem telja má
jákvætt við aðild eða gæti unnið
gegn neikvæðum afleiðingum
aðildar á íslenskan landbúnað. Í
Bændahöllinni hefur þannig meðal
annars ekki mátt nefna þá styrki til
dreifbýlisþróunar sem fjallað var
um á Sprengisandi á dögunum.
Hálffullt eða hálftómt?
Ég ætla ekki að elta ólar við öll þau
undarlegu rök sem bændaforystan
hefur beitt í umræðunni, svo sem
um aðlögunarferlið eða að ESB vilji
íslenskan land búnað feigan. Þau
dæma sig sjálf. En þegar kemur að
efnislegum rökum fer púðrið allt í
að tíunda margvísleg mistök sem
ESB hefur gert sig sekt um sem
eru vissulega ekki til eftirbreytni.
Þau mistök er hins vegar hægt að
nota sem röksemdir í samninga-
viðræðum fyrir því að haga hlut-
unum öðruvísi hér á landi, enda
engin ástæða til að endurtaka
syndir fortíðarinnar. Mér sýn-
ist að á nýafstöðnum rýni fundi
um landbúnaðar mál hafi þetta
sjónarmið mætt góðum skilningi
embættis manna ESB.
Bændur gætu því sem hægast
prófað að athuga hvort ESB-glasið
er hálffullt eða hálftómt. Sumt er
vel gert í ESB rétt eins og á Íslandi,
annað miður. Meðal þess sem hefur
skilað umtalsverðum árangri er
einmitt það sem rætt var um í upp-
hafi greinarinnar. Því hefur verið
haldið fram að eina byggðastefn-
an sem skipti máli hér á landi sé
að standa vörð um stuðningskerfi
landbúnaðarins. Þau rök halda
engan veginn í samhengi við ESB-
aðild. Bæði er sótt hart að þessu
stuðningskerfi úr öðrum áttum en
frá Brussel, einkum frá Alþjóða-
viðskiptastofnuninni (WTO), og
svo dugar þetta stuðningskerfi afar
lítið til að sporna við fólksfækkun í
sveitum landsins, það sýnir sagan.
Sennilega gætu íslenskir bændur
sótt sér mun meiri og árangursrík-
ari stuðning til Evrópusambands-
ins en íslenskir skattgreiðendur
eru reiðubúnir að standa undir.
Ríkjandi málflutningur bænda-
forystunnar gerir lítið úr þeim fjöl-
mörgu og spennandi möguleikum
sem íslenskur landbúnaður stendur
frammi fyrir og er stéttinni engan
veginn til sóma. Þetta ættu fulltrú-
ar á Búnaðarþingi sem sett verður
á morgun að taka til umræðu.
Lengri útgáfa greinarinnar birtist
á visir.is
Íslenskir bændur og ESB
Landbúnaður
Þröstur
Haraldsson
blaðamaður og fv.
ritstjóri Bændablaðsins
Ríkjandi málflutningur bændafor-
ystunnar gerir lítið úr þeim fjölmörgu
og spennandi möguleikum sem íslenskur
landbúnaður stendur frammi fyrir og er stéttinni
engan veginn til sóma.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnavernd-
arstofu og lok þeirra“ hefur verið til
umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferð-
arheimilið Torfastöðum hefur verið
dregið inn í þá umfjöllun og hljóm-
ar eins og að okkur hafi verið sagt
upp samningi við ríkið. Það var ekki
þannig, við sögðum upp samningi
við ríkið vegna óþolandi stjórnunar
Braga Guðbrandssonar yfirmanns
Barnaverndarstofu.
Barnaverndarstofa var stofn-
uð vorið 1995. Þá hafði Meðferðar-
heimilið Torfastöðum verið starf-
rækt í 16 ár. Torfastaðir voru fyrsta
og eina einkarekna meðferðarheim-
ilið á Íslandi til margra ára.
Bragi var afar hrifinn af okkar
rekstrarfyrirkomulagi einkum
vegna þess að það kostaði ríkið miklu
minna en meðferðarstaðir sem rekn-
ir voru af ríkinu og árangur okkar
var einstakur. Bragi lagði niður
hverja stofnunina á fætur annarri
og lét stofna staði sem áttu að vera
eins og Torfastaðir. Þetta óttuðumst
við mjög, vissum hve erfitt er að að
reka fjölskyldurekið meðferðarheim-
ili. Við sögðum Braga ítrekað að nýir
staðir þyrftu miklu meira fjármagn
og stuðning en við fengjum. Bragi
fór sínu fram en nú hefur hann snúið
við blaðinu, dagar einkarekinna með-
ferðarheimila taldir að hans mati.
Barnaverndarstofa hlunnfór
Torfastaði um samningsbundnar
hækkanir árin 1998-2003. Það fékkst
ekki leiðrétt þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir.
Skóli var á Torfastöðum fyrir vist-
börnin. Það var aldrei borgað neitt
fyrir þá vinnu. Bragi neitaði okkur
um greiðslur til skólans frá sveit-
arfélögunum. Allt var gert til að
þrengja að okkur fjárhagslega. Sam-
starfsfólki Braga blöskraði stund-
um og reyndi að koma til móts við
okkur en þá setti Bragi skilyrði um
meiri yfirráð yfir okkur. Það þorð-
um við ekki að samþykkja í ljósi erf-
iðra samskipta við forstöðumanninn.
Hann var svo falskur og við treyst-
um honum alls ekki.
Þetta reyndi á þolrifin í mörg ár en
svo ákváðum við að segja upp samn-
ingi við ríkið vegna óvildar Braga
Guðbrandssonar. Í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar segir: „Rekstrar-
aðilar sögðu samningnum með bréfi
til félagsmálaráðuneytis 27. septem-
ber 2003 með tólf mánaða fyrirvara
og báru við „langvarandi óvild“ for-
stjóra Barnaverndarstofu í sinn garð
og „trúnaðarbresti“ við hann. Þetta
ætti m.a. sök á fjárhagslegum þreng-
ingum heimilisins sem ekki sæti við
sama borð og önnur sambærileg
heimili. Þeir gáfu um leið til kynna
að þeir væru til í að halda áfram
starfseminni ef ráðherra sjálfur eða
fulltrúi hans kæmi á nýjum samn-
ingi fyrir áramótin 2003-04.“
Einnig segir: „Í Greinargerð um
framkvæmd þjónustusamnings
Barnaverndarstofu við meðferðar-
heimilið á Torfastöðum (sept. 2004)
kom fram að markmið Ríkisendur-
skoðunar með aðkomu sinni var „að
veita aðstoð við að greina og leysa
vandamál og ágreiningsefni“ sem
tengdust framkvæmd þjónustu-
samnings Barnaverndarstofu við
rekstrar aðila Torfastaðaheimilis-
ins. Meginniðurstaða stofnunarinn-
ar var sú að hvorki væri raunhæft
né ráðlegt að mæla með því að aðilar
reyndu að svo stöddu að gera nýjan
samning um áframhaldandi rekst-
ur meðferðarheimilisins. Stirð sam-
skipti aðila leyfðu það ekki. Í ljósi
forsögu málsins mætti hins vegar
velta fyrir sér hvort til greina kæmi
að bjóða rekstraraðilum uppbótar-
eða uppgjörsgreiðslu við samnings-
lok sem tæki mið af því að endur-
gjald til heimilisins hefði um tíma
verið lægra en til sambærilegra
heimila.“
Í lok greinargerðar um Torfastaði
segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar:
„Þess ber að geta að forstjóri Barna-
verndarstofu óskaði eftir því að
standa ekki að samkomulaginu við
Torfastaðaheimilið með undirrit-
un sinni. Hann ítrekaði líka í bréfi
til félagsmálaráðuneytis þá afstöðu
sína að rekstraraðilar heimilisins
hefðu ekki átt neinar kröfur á rík-
issjóð vegna slita á samstarfi enda
hefðu þeir sjálfir sagt samningnum
upp. Jafnframt lét hann í ljósi þá
skoðun að sú fjárhæð sem samið var
um hefði verið „óhófleg með hliðsjón
af þeim fyrirvörum sem Ríkisend-
urskoðun gerir um slíka greiðslu“.
Sömuleiðis hlyti sú niðurstaða að
taka greiðsluna til heimilisins af
fjárheimildum stofunnar að verða til
þess að skerða þjónustu hennar við
börn yrði ekki við brugðist.“
Torfastaðir töldu sig eiga háar
fjárhæðir inni hjá ríkinu af samn-
ingsbundnum greiðslum en ákváðu
að sættast á greiðslu og sáttargjörð.
Ég legg til að Alþingi fái Ríkis-
endurskoðun það verkefni að skoða
stjórnunaraðferðir Braga Guð-
brandssonar, nú á þessum tíma-
mótum, þegar flest einkareknu og öll
ríkisreknu meðferðarheimilin hafa
verið lögð niður. Torfastaðir, Hvít-
árbakki, Skjöldólfsstaðir, Geldinga-
lækur, Götusmiðjan, Árbót-Berg,
Sólheimar 7 og Tindar, allt undir
hans stjórn, já og Efstasund. Ég veit
að margir hafa sína sögu að segja en
þöggun hefur verið mikil enda oft
vont að fara gegn þeim sem valdið
hefur.
Um Torfastaði
Barnavernd
Drífa
Kristjánsdóttir
Torfastöðum
Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki
þegar menn treysta sér til þess
að skipta um skoðun í ljósi nýrra
upplýsinga eða aðstæðna. Þess
vegna hefði ég ekki tekið það sér-
staklega nærri mér ef staðhæf-
ingar ritstjóra Fréttablaðsins um
að ég hefði skipt um skoðun varð-
andi rannsóknarheimildir lögreglu
væru réttar. En veruleikinn er hins
vegar sá að það eru þær ekki. Ég
hef vissulega sannfærst um það að
staðan í heimi glæpasamfélagsins
er orðin svo alvarleg að þörf er á
sérstöku átaki til styrktar lögreglu
í viðureign við glæpagengi og þar
með þurfi hún á auknum heimild-
um að halda til að fylgjast með
ofbeldisfólki og setja því stólinn
fyrir dyrnar.
Í ritstjórnargrein Fréttablaðsins
í gær segir að nú sé af sem áður
var því undirritaður sé nú orðinn
fylgjandi forvirkum rannsóknar-
heimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið
framarlega í flokki þeirra sem
gagnrýndu slíkt hvað harðast.
En hvað er rétt í þessu? Gagn-
rýni mín á forvirkar rannsóknir
svokallaðar, byggði á því grund-
vallaratriði að þar með væri gefið
grænt ljós á leyniþjónustustarf-
semi án aðhalds og eftirlits réttar-
kerfisins. Þess vegna hef ég jafnan
andmælt hvers kyns rannsóknum
á einstaklingum ef dómsúrskurð-
ur væri ekki til staðar. Þetta er
grundvallaratriði og frá því er
ekki verið að hverfa nú. Þannig
að sinnaskipti mín snúa ekki að
þessu og þykir mér mikilvægt að
það komi fram.
Það er hins vegar hárrétt hjá rit-
stjóra Fréttablaðsins að ég skynja
vel þá hættu sem samfélagið stend-
ur frammi fyrir og vil leggja mitt
af mörkum til að rísa upp til varn-
ar gegn ofbeldisöflum. Það vildi
einnig forveri minn, Ragna Árna-
dóttir, og á Alþingi er einnig víð-
tækur vilji til að taka sameiginlega
á. Í allri þessari umræðu hef ég
ekki viljað fallast á neina undan-
gjöf fyrr en ég hef sannfærst um
að aðhald og eftirlit sé traust.
Nú er það viðfangsefnið að skapa
þann ramma sem við öll getum
sætt okkur við og er í samræmi við
grundvallarsjónarmið um hvernig
við viljum að opið lýðræðis-
samfélag þróist á Íslandi. En for-
sendan er að sjálfsögðu sú að hér
geti fólk um frjálst höfuð strokið
óáreitt af ofbeldismönnum.
Átak gegn ofbeldi
Rannsóknar-
heimildir
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir
svokallaðar, byggði á því grundvallar-
atriði að þar með væri gefið grænt ljós á
leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits.
EURO Panelofn 50x120 cm
12.390
MARGAR STÆRÐIR
EURO handklæðaofn beinn
hvítur 50x80 cm
7.290
EURO handklæðaofn kúptur króm
50x120 cm
179.990
MARGAR STÆRÐIR