Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 34

Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 34
5. mars 2011 LAUGARDAGUR34 Á Íslandi hafa snjall- símar smátt og smátt rutt sér til rúms á farsíma- markaði . F yrst var það iPhone frá Apple sem sló eftirminnilega í gegn árið 2007. Síðan þá hefur iPhone haft nokkra yfirburði og frumkvæði í þróun tækninnar. Nú hefur Google þróað stýrikerfi fyrir snjallsíma sem mætt getur yfir- burðum iPhone. Google Android varð á síðasta ári næstmest selda stýrikerfi fyrir snjallsíma í heim- inum. iOS-stýrikerfið fyrir iPhone var það þriðja mest selda og það mest selda var stýrikerfi Nokia- síma, Symbian. Þess má geta að Nokia hefur nokkra yfirburði á farsímamark- aðnum. Undanfarin ár hefur Nokia verið með 40% markaðshlutdeild og selt um tvöfalt fleiri síma en Samsung. Það er því kannski ekk- ert skrítið að Symbian sé mest selda stýrikerfið fyrir snjallsíma. Gríðarstór markaður En hvað er snjallsími? Af hverju er síminn minn ekki snjallsími þótt hann bjóði mér upp á að senda sms-skilaboð, mms-myndskilaboð, fara á netið, senda tölvupóst og spila leiki? Það er einföld skýring á því. Snjallsímar eru þeir símar sem bjóða þér upp á að hlaða niður forritum frá þriðja aðila og setja upp á símanum þínum. Nánast eins og fullnuma tölva með tak- mörkunum. Í kringum þessi snjall- símaforrit hafa framleiðendurnir opnað sérstakar netverslanir. App- Store Apple-fyrirtækisins, Android market Google, Ovi Store Nokia og svona mætti halda áfram. Hér liggur stærsti munurinn og í kringum þessa tækni hefur skapast gríðarstór markaður. Sumir ganga jafnvel svo langt að kalla þetta lífsstíl. Samkvæmt könnun þýska fyrir tækisins Research2guidance var snjallsímaforritum hlaðið niður fyrir um 2,2 milljarða doll- ara á fyrri hluta síðasta árs í heim- inum öllum. Samanborið við nið- urhal allt árið 2009 fyrir um 1,7 milljarða dollara. Sama fyrirtæki gerir ráð fyrir að árið 2013 muni forrita-markaðurinn velta meira en 15,5 milljörðum dollara. Til marks um hversu mikil aukn- ing verður á hverju ári í niðurhöl- um þá seldi AppStore þrjá millj- arða appa í janúar 2010 en tíu milljarða í janúar á þessu ári. En Íslendingar hafa hins vegar ekki haft aðgang að þessum merki- legu vefverslunum, nema Ovi Store sem Nokia-notendur geta notfært sér. Einnig er Android Market ekki á Íslandi en Íslend- ingar geta hlaðið niður ókeypis forritum en ekki greitt fyrir þau. AppStore og iTunes eru ekki í boði á íslenskum markaði en hægt er að versla við AppStore Apple með krókaleiðum. Krókaleiðin hefur hins vegar í för með sér að við- komandi þarf að gefa upp heim- ilisfang erlendis og er því heiðar- legum Íslendingum erfiður biti að kyngja eigi þeir ekki heimili erlendis. Þetta gæti þó verið eina lausnin til frambúðar því í Frétta- blaðinu á miðvikudaginn kom fram að engin áform væru um að opna iTunes á Íslandi. Aukning á Íslandi Íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýja tækni og snjallsímarnir eru engin undantekning. Hlutfall seldra snjallsíma á móti öðrum farsímum hjá Símanum í janúar var tæp 35% í janúar. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið rúm 10%. Salan jókst jafnt og þétt yfir allt árið en síðustu þrjá mánuði ársins 2010 stóð hlutfallið nokkuð í stað. Notendaumhverfið fyrir snjall- síma á Íslandi hefur einnig batnað til muna. Margar viðgerðastofur og áhugamannasíður hafa opnað á vefnum sem benda manni reglu- lega á uppfærslur og ný forrit eða hjálpa þeim sem eiga í vandræðum með hin ýmsu vandamál. Símafyrirtækin hér á landi hafa einnig verið fljót að taka við nýrri tækni. Flest fyrirtækin selja vin- sælustu gerðir símanna: Nokia, iPhone eða Android-síma. Einnig bjóða þau upp á ýmis konar hug- búnað fyrir Android sem notand- inn skannar inn með myndavél- inni á símanum, ekki ósvipað því þegar búðarkassi les strikamerkið á vörum. Næsta kynslóð Tæknin er þó ekki orðin það þróuð að ekki sé hægt að bæta við nýjum og ótrúlegum leiðum. Hugbúnað- arfyrirtæki úti í hinum stóra heimi eru farin að huga að næsta skrefi sem felur í sér að síminn taki enn stærra þroskastökk. Með næstu kynslóð síma verður heimilis- tölvan gerð óþörf og síminn látinn taka við. Með þráðlausum send- ingum í gegnum blátönn sendir síminn gögn í þráðlausan skjá, þráðlausa mús og þráðlaust lykla- borð. Þannig getur síminn þjónað sem borðtölva ef hann er í sama herbergi og ofangreindir hlutir. Hversu magnað er það? Sími er svo miklu meira en bara sími Snjallsímar verða æ vinsælli á Íslandi. Úti í hinum stóra heimi er að verða til tækni sem okkur óraði ekki fyrir þegar fyrsti farsíminn lenti í vasanum fyrir um fimmtán árum. Birgir Þór Harðarson grennslaðist fyrir um snjall- símamarkaðinn og komst að því að sími er ekki lengur bara sími. Hef átt minn, iPhone 3GS, í rúmt ár og eina vesenið var þegar iPhone 4 kom út þá var minn ekki lengur bestur,“ segir Gunnar Már Þorleifsson, verkfræði- nemi við HÍ. Símann segir hann þó enn vera hraðvirkan, þægilegan og gagnleg- an. „Fyrir mér er orðið ómissandi að geta skotist hvar sem er á netið um 3G til að athuga stöðuna í leiknum eða sjá hvað er nýjast á Vísi. Þetta er munaður og um leið og maður kynnist honum reynist ómögu- legt að vera án hans.“ Gunnar segir að mjög auðvelt sé að komast yfir forrit í iPhone í gegnum App- Store. Ekkert vesen hafi verið að tengj- ast um erlent heimilisfang. „Það eina sem ég þurfti að eiga er sérstakt gjafakort á iTunes-búðina. Það er jafnvel hægt að kaupa það á netinu og fá sent heim ef þú ert ekki á ferð í útlöndum.“ Hann gefur hins vegar lítið fyrir að uppfærslurnar á gæjunni komi með of löngu millibili: „iOS stýrikerfið er senni- lega það notendavænasta sem finnst, við- mótið er snilld og reglulega koma nýjar hugbúnaðaruppfærslur svo þú ert alltaf í takt við tímann þó tækið sem slíkt eldist.“ Gunnar er tregur til að viðurkenna galla við símann en bendir þó á að batteríið sé fljótt að klárast sé síminn í mikilli notk- unn. „Það fyrsta sem heillaði mig við iPhone var útlitið og hvað hann var óstjórnlega svalur. Það var svo ekki fyrr en eftir að ég keypti mér hann að ég áttaði mig á því að hann er svo miklu meira en útlitið.“ Þorsteinn Þorri Sigurðsson er verkfræðinemi við HÍ. Hann eignaðist HTC Desire síma fyrir stuttu en slíkir símar vinna á Android-stýrikerfinu frá Google. Þorsteinn er ekki neinum vafa um að hafa tekið rétta stefnu í valinu á nýjum síma. „Það er mikið meira frelsi, þú getur gert allt sem þú vilt við þetta,“ bendir hann á og bætir við að það séu notendurnir sem ráði ferðinni með Android. „Apple vill ráða öllu sem not- endur gera. Þeir eru með stýri- kerfið lokað inni í einhvers konar hvelfingu. Android er opið stýri- kerfi, sem þýðir að þeir deila öllum kóðanum sínum. Allir geta nálgast kóðann og það býður upp á mikið fleiri möguleika með vænt- anlega framþróun tækninnar.“ Fleiri og fleiri símaframleiðend- ur keyra einnig Android á símum sínum. Þorsteinn segir Android standa framar en iPhone hvað varðar nýja hluti í stýrikerfinu. „Andro- id símar hafa boðið notendum upp á að keyra mörg forrit í einu síðan það kom fyrst út. Apple bætti þessu við á síðsta ári. Þetta er bara eitt dæmi.“ Hann bendir á að Apple muni ekki ná að halda í við Android ef fer sem horfir. Tækniþróunin sé svo hröð að það eru alltaf að koma uppfærslur. „Ég gæti farið og keypt mér fullkomn- ari síma núna en ég gerði fyrir mánuði ef ég vildi.“ „Ég er ekki í neinum vafa um að Android muni leiða þróunina á næstunni því allir geta hjálpað til við að þróa betri síma,“ segir Þor- steinn að lokum. Með allan heiminn í lófanum Android skrefi á undan MIKLU MEIRA EN ÚTLITIÐ Gunnar Már segir iPhone 3GS símann sinn vera miklu meira en bara töff græja. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FRELSI Í Android-stýrikerfinu segist Þorsteinn Þorri geta gert hvað sem hann vill án þess að hafa áhyggur af því hvað framleiðandanum finnst. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 0 5 10 15 20 25 30 33,3 milljónir 31 milljón 16,2 milljónir 8,7 millj. 23,9 millj. 4,7 millj. Aukning í sölu snjallsíma í heiminum Google (Android, OMS og Tapas) Sala á fjórða ársfjórðungi ársins 2009 Sala á fjórða ársfjórðungi 2010 Heimild: Markaðsrannsókn Canalys, canalys.com Nokia Apple Tvær ólíkar leiðir snjallsímanotenda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.