Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 49
LAUGARDAGUR 5. mars 2011 5
Krefjandi, áhugavert og líflegt starf fyrir
einstakling með leiðtogahæfileika, getu til
að hrinda verkefnum í framkæmd, hrífa fólk
með sér og þörf fyrir að ná árangri.
Starfið er stjórnunarstarf og felur í sér
yfirumsjón með söludeild og mannaforráð.
Sölustjóri er hluti af stjórnunarteymi
Hreyfingar og tekur virkan þátt í markaðstarfi
og stefnumótun fyrirtækisins. Tekur auk
þess beinan þátt í kynningu- og sölu á þeirri
þjónustu sem er í boði með símtölum og móttöku
viðskiptavina.
Hæfniskröfur: Leiðtogahæfileikar, drifkraftur og
frumkvæði, skipulagshæfileikar, framúrskarandi
samskiptahæfni og þörf fyrir að ná markmiðum.
Ástundun heilsuræktar og reykleysi skilyrði.
Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á
netfangið hreyfing@hreyfing.is fyrir 12. mars.
SÖLUSTJÓRI
Hæfniskröfur: Starfssvið:
Iðnaðarverkfræðingur
www.marel.com/jobs
www.marel.com
Lærdómsríkt
sumarstarf
Rio Tinto Alcan
Straumsvík
Pósthólf 244
222 Hafnarfjörður
Sími 560 7000
www.riotintoalcan.is
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um á heimasíðu okkar: www.riotintoalcan.is
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 14. mars.
Viltu starfa á fjölbreyttum vinnustað í skemmtilegum hópi starfsmanna
í sumar? Við hvetjum þig til að sækja um hjá okkur. Við ætlum að
ráða ábyrga einstaklinga til ýmissa starfa á tímabilinu 15. maí til
1. september, eða eftir samkomulagi.
Við leitum að duglegu og traustu fólki og
leggjum áherslu á samvinnu og hæfni í
mannlegum samskiptum. Allt nýtt starfsfólk
fær markvissa þjálfun í upphafi starfstíma,
hvort sem það ræðst til starfa í kerskálum,
steypuskála, mötuneyti, verkstæðum eða
annars staðar.
Umsækjendurnir þurfa að vera orðnir
18 ára eða verða það á árinu. Margir
sumarstarfsmenn munu vinna á þrískiptum
8 klst. vöktum þar sem unnar eru 6 vaktir á
5 dögum með 5 daga vaktafríi á milli. Einnig
verður ráðið sumarstarfsfólk sem mun vinna
eftir öðru fyrirkomulagi.
Alcan á Íslandi hf. er þekkingarfyrirtæki sem rekur álver í Straumsvík. Við bjóðum upp á margbreytileg störf
þar sem hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna gegnir lykilhlutverki. Við leggjum áherslu á markvisst
fræðslustarf, frammistöðuhvetjandi starfsumhverfi og gott upplýsingaflæði ásamt tækifærum til starfsþróunar.
Við setjum umhverfis-, öryggis- og heilbrigðismál í öndvegi og vinnum stöðugt að umbótum á verkferli og
vinnuaðferðum. Við leggjum áherslu á að starfa í góðri sátt við umhverfið og samfélagið sem við erum hluti af.
Sumarstörf í Straumsvík