Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 90
5. mars 2011 LAUGARDAGUR58
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
5
31
35
0
2/
11
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
WWW.MS.IS
NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU
VINSÆLASTI
PRÓTEINDRYKKUR LANDSINS!
HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á
HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU,
LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að
HLEðSLA ER VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI.*
HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
MJÓLKURSAMSALAN
NÝBRAGð-TEGUND
*S
A
M
K
V
Æ
M
T
S
Ö
L
U
T
Ö
L
U
M
A
C
N
IE
L
SE
N
O
G
C
A
PA
C
E
N
T
2
. –
3
0.
J
A
N
Ú
A
R
2
01
1.
25% AF ÖLLUM
JOHN FRIEDA VÖRUM
Seljavegi 2 - Sími: 511 3340
www.reykjavikurapotek.is
Tónlist ★★★★
Summer Echoes
Sin Fang
Töfrahljóðheimur Sin Fang
Sin Fang er sólóverkefni Sindra Más Sigfússonar úr Seabear. Summer
Echoes er önnur sólóplatan hans, en á þeirri fyrri, Clangour sem kom út árið
2008, kallaði hann sig reyndar Sin Fang Bous.
Aðalsmerki Sindra eru flottar útsetningar, hljómur og hljóðheimur sem
saman skapa einstaka stemningu sem er einkennandi fyrir verk hans, bæði
með Seabear og Sin
Fang. Veiki hlekkurinn
hefur hins vegar
verið lagasmíðarnar
sjálfar, sem eru ekki
jafn framúrskarandi þó
að inn á milli leynist fín
lög. Þannig er þetta líka
á Summer Echoes.
Sindri er í miklum
ham á nýju plötunni.
Tónlistin er þéttofin og
hljómfögur og útsetn-
ingarnar hreint út sagt
frábærar. Platan hljómar
svolítið einsleit í fyrsta
rennsli, en þegar maður
hlustar betur síast hún
inn og maður tekur eftir
þeim töfraheimi sem
Sindri hefur skapað.
Raddútsetningarnar eru til dæmis alveg frábærar og koma á óvart í lögum
eins og Choir og Slow Lights. Áslátturinn er líka oft skemmtilegur og svo
laumar Sindri hér og þar inn eiturtærum gítarlykkjum sem skera sig úr
heildinni. Heillandi.
Á heildina litið er Summer Echoes mjög flott plata. Sannkallað eyrna-
konfekt. Þegar Sindri ákveður að leggja jafn mikla alúð í lagasmíðarnar og
hann gerir í hljóðheiminn og útsetningarnar kemur meistaraverkið hans.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Þéttofið og hljómfagurt popp frá Sindra úr Seabear.
Vinir söngkonunnar Lady
Gaga eru ósáttir við kærasta
hennar og halda því fram að
hann sé að nota hana.
Lady Gaga er einn frægasti tón-
listarmaður síðari tíma en þrátt
fyrir frægð, frama og ríkidæmi
virðist hún ekki búa við velgengni
þegar kemur að ástinni. Söngkon-
an tók aftur saman við gamlan
kærasta, Luc Carl, og vilja vinir
hennar meina að Carl sé ekki
góður pappír.
Lady Gaga og Carl áttu í ára-
löngu ástarsambandi löngu áður
en stúlkan varð fræg en tóku
aftur upp þráðinn fyrir tæpu ári.
„Luc notfærði sér frægð Gaga til
að landa útgáfusamningi fyrir
fyrstu bók sína og Gaga hefur líka
verið dugleg við að auglýsa bókina
í hinum ýmsu viðtölum,“ var haft
eftir einum vini söngkonunnar,
sem vill jafnframt meina að söng-
konan geri sér grein fyrir því að
Carl sé að nota hana.
„Innst inni veit hún að Luc er
aðeins með henni vegna frægðar
hennar og ríkidæmis. Hann vildi
hana ekki áður en hún varð fræg,
þá skildi hann hana eftir í sárum
en svo kom hann skríðandi aftur.
Luc beitir hana andlegu ofbeldi,
hann hefur hótað því að ef hún
reiti hann til reiði muni hann
eyðileggja mannorð hennar. Hann
hefur líka montað sig af því að
geta stórgrætt á því að selja kyn-
lífsspólur sem hann hefur tekið af
sér og Gaga,“ sagði vinurinn, sem
vill meina að Gaga muni ekki vera
sú sem slíti sambandinu. „Hún
hefur mjög lítið sjálfsálit og vegna
þessa heldur hún að hún geti ekki
gert betur en Luc.“
Lady Gaga óheppin í ástum
ÓHEPPIN Í ÁSTUM Lady Gaga er ekki heppin í ástum. Vinir hennar óttast að kærasti
hennar, Luc Carl, sé aðeins að nota hana vegna frægðar hennar. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikarinn Zac Efron á að hafa
komið öllum á óvart þegar hann
sást leiða karlmann í veislu einni
í Hollywood fyrir stuttu. Tímarit-
ið The National Enquirer heldur
því jafnframt fram að Efron hafi
einnig daðrað duglega við mann-
inn og það í augnsýn fyrr verandi
kærustunnar, leikkonunnar
Vanessu Hudgens.
„Það kom mér á óvart hversu
afslappaður hann var í kringum
þennan mann. Hann gekk um bros-
andi og hélt í hendina á honum.
Menn veltu því fyrir sér hvort þetta
væri sett á svið til að gera Vanessu
afbrýðisama, en satt að segja virt-
ist Zac afskaplega hrifinn af mann-
inum,“ var haft eftir sjónarvotti.
Fréttirnar ættu ekki að koma
mörgum á óvart því mikið hefur
verið slúðrað um kynhneigð Efrons
allt frá því hann sló í gegn í dans-
og söngvamyndinni High School
Musical. „Vanessa virtist lítið láta
þetta á sig fá, hún og Zac heilsuðust
vinalega en svo héldu þau sig hvort
í sínu horni. Vanessa skemmti sér
með vinkonum sínum á meðan öll
athygli Zacs var á þessum manni.“
Efron daðraði við
annan karlmann
MIKIÐ SLÚÐRAÐ Zac Efron á að hafa daðrað duglega við karlmann í veislu í
Hollywood. NORDICPHOTOS/GETTY
Gamanleikarinn Mike Myers
kvæntist í laumi kærustu sinni,
Kelly Tisdale, í lok síðasta árs.
Parið kynntist árið 2006 en hefur
reynt að halda sambandi sínu út
af fyrir sig.
Kelly Tisdale er fyrrverandi
kærasta tónlistarmannsins
Moby og saman reka þau testofu
í New York þar sem hún og
Myers kynntust. Þegar National
Enquirer hafði samband við
Myers sagði hann aðeins: „Ég er
hissa að þið höfðuð ekki frétt af
þessu fyrr.“
Kvæntur
maður